Tveir miðverðir orðaðir við Liverpool - Graham Potter næsti landsliðsþjálfari Englands? - Arsenal líklegast til að fá Merino - Man City vill fá...
   fim 09. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Svekktur Richarlison gagnrýndi Conte harkalega
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Brasilíski sóknarmaðurinn Richarlison sat ekki á skoðunum sínum eftir að Tottenham var slegið úr Meistaradeild Evrópu í gærkvöldi. Tottenham tapaði fyrri leiknum 1-0 á útivelli gegn AC Milan og gerði svo markalaust jafntefli á heimavelli í gærkvöldi.


Richarlison var skipt inn þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en hann var ósáttur með að hafa ekki fengið að byrja leikinn og gagnrýndi Conte fyrir að tefla fram alltof varnarsinnuðu liði miðað við aðstæður.

„Auðvitað er ég svekktur. Við erum dottnir úr stærstu félagsliðakeppni heims. Það gengur ekki að spila svona þegar okkur vantar mark, við verðum að setja fleiri leikmenn í sóknina og sérstaklega í síðari hálfleik. Núna er þetta búið og það er óþarfi að benda fingrum í leit að sökudólgi," sagði Richarlison að leikslokum.

„Ég skil ekki hvers vegna ég byrjaði ekki leikinn. Ég hef verið að spila vel, ég byrjaði tvo sigurleiki gegn West Ham og Chelsea og allt í einu var ákveðið að setja mig á bekkinn. Svo fékk ég að spila 5 mínútur gegn Wolves og þegar ég spurði hann (Conte) hvers vegna þá fékk ég ekkert svar.

„Í gær bað hann mig svo um að gera ákveðnar æfingar á æfingasvæðinu og sagði við mig að ef ég stæði mig vel, þá fengi ég að spila gegn Milan. Svo þegar leikurinn kom þá setti hann mig á bekkinn. Ég skil þetta bara ekki. Hann hefur ekki útskýrt neitt fyrir mér. Ég verð bara að bíða og sjá hvað hann segir á morgun.

„Ég er enginn hálfviti. Ég er atvinnumaður. Ég legg hart að mér á hverjum degi og vill fá að spila. Ég þarf að fá fleiri mínútur. Ef þetta tímabil er búið að vera svona ömurlegt hjá liðinu, af hverju fæ ég þá ekki fleiri mínútur? Ég er að glíma við smávægileg meiðsli en þrátt fyrir það er ég klár í slaginn og tilbúinn til að leggja líf mitt að veði þegar ég stíg inn á völlinn.

„Ég er búinn að spila tvo góða leiki í röð, sérstaklega gegn Chelsea þar sem ég fékk 90 mínútur. Ég hefði átt að fá að spila þennan leik í kvöld en það þýðir ekkert að sitja hérna og væla útaf því að ég byrjaði ekki.

„Það eru 13 leikir eftir af tímabilinu og ég ætla að einbeita mér að því að skora eins mörg mörk og ég get í þeim. Þetta félag borgaði mikinn pening fyrir mig og hingað til hef ég ekki getað endurborgað það á vellinum. Ég hef verið að glíma við smávægileg meiðsli en ég þarf líka fleiri mínútur. Núna fer ég heim að sofa því það er æfing snemma í fyrramálið. Við sjáum svo til hvort ég verði í byrjunarliðinu í næsta leik."


Athugasemdir
banner
banner
banner