Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mið 09. ágúst 2017 11:15
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 6. sæti: Tottenham
Victor Wanyama er lykilmaður hjá Tottenham.
Victor Wanyama er lykilmaður hjá Tottenham.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino.
Mauricio Pochettino.
Mynd: Getty Images
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Markahrókurinn Harry Kane.
Markahrókurinn Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Flautað verður til leiks í ensku úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Í vikunni kynnum við liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Spurs endar í fimmta sæti ef spáin rætist.

Lokastaða síðasta tímabils: 2. sæti
Markahæstur á síðasta tímabili: Harry Kane (35)

Sjá einnig:
Hlustaðu á Tottenham Innkastið

Heima er best
Árið 2008 vann Tottenham 2-1 sigur gegn Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins. Það var fyrsta heimsókn Tottenham á nýja Wembley. Síðan þá hefur liðinu ekki vegnað vel á vellinum. Af þeim tíu leikjum sem hafa fylgt hefur aðeins einn sigur unnist.

Wembley verður heimavöllur Tottenham á þessu tímabili vegna framkvæmda við nýjan heimavöll félagsins. Gamli góði White Hart Lane var öflugt vígi fyrir félagið en fróðlegt verður að fylgjast með hvernig liðinu vegnar á þjóðarleikvangi Englendinga á komandi tímabili.

Hluti af skýringunni á slæmu gengi á Wembley er sú að í flestum tilfellum er verið að mæta gríðarlega öflugum liðum. Tottenham lék Meistaradeildarleiki sína á Wembley á síðasta tímabili með döprum árangri. Það er í huga stuðningsmanna ásamt tapleikjunum gegn Chelsea í undanúrslitum bikarsins í apríl og í úrslitaleik deildabikarsins 2015.

Tottenham þarf að aðlagast nýju umhverfi og það myndi hjálpa og koma í veg fyrir þreytandi umræðu um Wembley að vinna bara fyrsta heimaleikinn. Það gerir þrautina erfiðari að fyrsti heimaleikur Tottenham verður gegn Chelsea.

Tottenham hefur engan leikmann keypt í sumar. Rólegheit á skrifstofunni. Það myndi samt klárlega hjálpa liðinu að fá aukinn hraða í byrjunarliðið. Að fá inn snöggan sóknarmann í háum gæðaflokki yrði draumur fyrir stuðningsmenn Spurs. Áhugaverð staðreynd að Tottenham hefur selt meira en keypt síðan Pochettino tók við.

Stjórinn: Mauricio Pochettino
Þó glugginn hafi verið rólegur hjá Tottenham má ekki gleyma því að Pochettino er duglegur að gefa ungum leikmönnum tækifæri. Hann lítur ekki á kennitöluna áður en menn fá traust hans. Harry Winks er nýjasti leikmaðurinn sem hefur fengið mikinn spiltíma í úrvalsdeildinni undir stjórn Argentínumannsins. Bakvörðurinn Kyle Walker-Peters og miðjumaðurinn Josh Onomah léku gríðarlega vel fyrir England á HM U20 landsliða í sumar og gætu verið næstir í röðinni.

Hvað þarf að gerast?
Eftir 2. sætið á síðasta tímabili yrðu það stór vonbrigði fyrir Tottenham að enda í því sæti sem Fótbolti.net spáir. Tottenham komst almennilega á skrið á síðasta tímabili þegar liðið fór úr 4-2-3-1 yfir í 3-4-3. Liðið var sakað um að vera ekki nægilega breytilegt þegar kemur að leikaðferð en nú er Pochettino með öflugt plan A og öflugt plan B. Meiðsli hindruðu hann í að skipta mikið milli þessara kerfa á síðasta tímabili en það gæti verið vopn sem hjálpar þeim að enda ofar en spáð er. Liðið er aftur í Meistaradeildinni og það þarf að dreifa álaginu varlega án þess að það hafi neikvæð áhrif á deild eða Evrópuþátttöku.

Lykilmaður: Victor Wanyama
Kenýumaðurinn átti risastóran þátt í velgengni Tottenham á síðasta tímabili. Hann gaf Pochettino tækifæri til að færa hinn fjölhæfa Eric Dier í varnarlínuna og gaf Dele Alli, Son Heung-min og Christian Eriksen leyfi til að leggja meira í að aðstoða Harry Kane í sóknarleiknum.

Fylgist með: Dele Alli
Það þarf ekki að finna upp hjólið í þessu tilfelli. Dele Alli er einstaklega skemmtilegur ungur leikmaður sem hefur mikinn leikskilning, hæfileika og leikgleðin skín af honum. Ef hann heldur áfram að taka framförum á hann möguleika á að vera nefndur í sömu andrá og bestu leikmenn heims.

Komnir:

Farnir:
Kyle Walker (Manchester City)
Federico Fazio (Roma)
Clinton Njie (Marseille)
Joshua Onomah (Aston Villa) Lán

Þrír fyrstu leikir: Newcastle (Ú), Chelsea (H) og Burnley (H)

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Tottenham 140 stig
7. Everton 128 stig
8. Southampton 111 stig
9. West Ham 110 stig
10. Stoke 89 stig
11 Leicester 85 stig
12. Newcastle 82 stig
13. Bournemouth 76 stig
14. West Bromwich Albion 69 stig
15. Crystal Palace 65 stig
16. Watford 40 stig
17. Burnley 33 stig
18. Brighton 31 stig
19. Huddersfield 24 stig
20. Swansea 16 stig

Spámennirnir: Alexander Freyr Einarsson, Arnar Geir Halldórsson, Bjarni Þórarinn Hallfreðsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson og Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner