Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanmetinn Steven Davis - „Eins og Xavi og Iniesta"
Steven Davis í leik á Íslandi árið 2012.
Steven Davis í leik á Íslandi árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Knattspyrnustjórinn Mauricio Pochettino líkir Steven Davis, miðjumanni Rangers og Norður-Írlands, við Xavi og Andres Iniesta, goðsagnir hjá Barcelona.

Davis spilaði sinn 120. landsleik fyrir Norður-Írland gegn Bosníu í gær og er núna leikjahæsti leikmaður í sögu þjóðarinnar.

Pochettino vann með Davis hjá Southampton og hefur miklar mætur á þessum 35 ára gamla miðjumanni.

Í samtali við Sky Sports sagði Pochettino: „Ég líki hæfileikum hans við menn eins og Xavi og Iniesta."

„Þú setur hann í sama flokk og þessir leikmenn vegna getu hans til að spila fótbolta, vera leikstjórnandi, það hvernig hann les leikinn og hvað hann getur hlaupið mikið. Það er líka hægt að setja Christian Eriksen í þennan flokk, leikmenn sem gera lið betra."

Steven Gerrard, stjóri Rangers, var einnig stórorður í garð Davis. „Hann er sérstakur. Þjálfarar treysta honum og hann fæddist með sérstaka hæfileika," sagði Gerrard.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner