
Það er sannkallaður stórleikur í kvöld þegar Argentína og Holland eigast við í átta-liða úrslitum HM.
Nær Louis van Gaal að stoppa Lionel Messi?
Nær Louis van Gaal að stoppa Lionel Messi?

Adam Ægir Pálsson, sem lagði upp flest mörk í Bestu deild karla í sumar, spáir í leikinn og fyrir hönd Fótbolta.net spáir Sæbjörn Þór Steinke í leikinn.
Adam Ægir Pálsson:
Þetta verður erfitt fyrir Argentínu, en þeir taka þetta 2-1.
Það verður erfitt að komast í gegnum þétta fimm manna varnarlínu Hollendinga sem munu leyfa Argentínu að vera með boltann. En sem betur fer er Argentína með besta fótboltamann frá upphafi sem reddar oftast hlutunum.
Fótbolti.net spáir - Sæbjörn Þór Steinke:
Holland 1 - 1 Argentína
Leikur þar sem Holland mun leyfa Argentínu að halda boltanum og nýta möguleika á skyndisóknum. Holland kemst yfir eftir mark frá Memphis Depay, verður sennilega alveg eins mark og á móti Bandaríkjunum.
Argentína jafnar akkúrat 16 mínútum síðar eftir magnað spil og það verður óvænt Lionel Messi sem bindur endahnútinn á frábæra sókn.
Holland vinnur svo leikinn í framlengingu.
Athugasemdir