Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 10. janúar 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Telur ekki sanngjarnt að hann sé eftirlýstur af Interpol - „Ég er ekki glæpamaður"
Babacar Sarr í leik gegn Grindavík
Babacar Sarr í leik gegn Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Babacar Sarr, fyrrum leikmaður Selfoss, segir meðferðina sem hann fær ekki sanngjarna og segir að það hafi haft mikil áhrif á fótboltaferilinn en hann svaraði spurningum frá norska blaðinu Romsdalen Budstikke á dögunum.

Sarr er þrítugur og kemur frá Senegal en hann spilaði með Selfyssingum tvö tímabil frá 2011 til 2012 áður en hann hélt til Noregs í atvinnumennsku.

Þar spiaði hann meðal annars með Start og Sogndal áður en hann gekk til liðs við Molde árið 2016. Sarr var lykilmaður á miðjunni hjá Molde og með betri leikmönnum norsku deildarinnar áður en hann var kærður fyrir nauðgun árið 2018.

Sjá einnig:
Sarr tjáir sig í fyrsta sinn - „Ég hef aldrei nauðgað og er alfarið á móti nauðgunum

Hann var sýknaður af ríkinu en var dæmdur til greiða fórnarlambinu 12,500 evrur í skaðabætur.

„Ég veit að lögfræðingur minn áfrýjaði þessum dómi. Ég er alls ekkert á móti því að borga þennan pening en spurning mín er sú af hverju ég ætti að borga þegar ég hef ekki gert neitt rangt og vann málið? En ef ég þarf að borga þá mun ég gera það," sagði Sarr við Romsdals Budstikke.

Sarr er eftirlýstur af Interpol og hefur verið síðustu tvö ár en það hefur haft mikil áhrif á hann. Damac í Sádi Arabíu rifti samningnum við hann vegna þessa og hefur hann ekki fengið tilboð síðan.

„Það er ekki sanngjarnt að ég sé eftirlýstur af Interpol. Ég sé ekki ástæðuna fyrir því. Þetta hefur áhrif á mig því það varð til þess að ég missti vinnuna í fótboltanum. Ég mun aldrei samþykkja það, á meðan ég lifi, að vera sekur um eitthvað sem ég hef ekki gert. Ég hef ekki gert neitt rangt og ég er og verð aldrei glæpamaður."

Segist saklaus þrátt fyrir fjölmargar ásakanir

Fleiri konur stigu fram eftir að mál hans kom upp árið 2018 og sökuðu hann um nauðgun en hann lýsir yfir sakleysi sínu.

„Rannsóknin í þeim ásökunum hafa sannað það að ég gerði ekkert rangt. Lögreglan vann sína vinnu og það eru engin sönnunargögn af því ég hef aldrei þvingað neinn til að stunda kynlíf með mér."

Án félags en vill hreinsa nafn sitt

Sarr er án félags sem stendur enda hefur ekkert félag áhuga á að fá leikmann sem er eftirlýstur af Interpol. Hann er með umboðsmann en vildi ekki gefa upp nafn hans en eina markmið hans er að hreinsa nafn sitt af öllum ásökunum.

„Ég er með umboðsmann en ég því miður þá vil ég ekki opinberað nafnið. Ég hef ekki spilað síðan það var rift samningnum mínum og ég er ekki í skapi til að spila lengur því ég er ekki andlega tilbúinn í það. Ég er enn saklaus og skil ekki af hverju það er verið að lýsa eftir mér. Þetta er ekki sanngjarnt."

„Það skiptir mestu núna að hreinsa nafn mitt. Það er það mikilvægasta í þessu og svo sjáum við hvað gerist,"
sagði Sarr í lokin.
Athugasemdir
banner
banner