Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, fékk frábærar fréttir í dag þar sem einn af hans lykilmönnum hefur endursamið við félagið.
Aune Heggebö hefur endursamið við Brann til ársins 2028 þrátt fyrir áhuga frá mörgum öðrum félögum.
Aune Heggebö hefur endursamið við Brann til ársins 2028 þrátt fyrir áhuga frá mörgum öðrum félögum.
„Mér líður vel hjá Brann og ég er viss um að hér geti ég tekið skref til að þróast áfram ásamt restinni af liðinu," segir Heggebö.
Heggebö hefur verið orðaður við Lech Poznan, topplið pólsku úrvalsdeildarinnar, og ásamt því hafa Sampdoria á Ítalíu og Holstein Kiel Í Þýskalandi sýnt honum áhuga.
Þessi 23 ára gamli sóknarmaður hefur lengi verið hjá Brann en á síðasta tímabili gerði hann ellefu mörk í 29 leikjum í norsku úrvalsdeildinni.
Aune Heggebø (23) har signert ny kontrakt med Brann. Spissen er enig om en ny avtale som varer ut 2028. pic.twitter.com/gOBtjEWA1Q
— Stian André de Wahl (@StianWahl) February 10, 2025
Athugasemdir