Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
   fös 10. maí 2019 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Haukur Harðar spáir í lokaumferðina á Englandi
Haukur Harðarson
Haukur Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
City geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á sunnudaginn.
City geta tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri á sunnudaginn.
Mynd: Getty Images
LIverpool þarf sigur og treysta á að City misstígi sig.
LIverpool þarf sigur og treysta á að City misstígi sig.
Mynd: Getty Images
Gerard Deulofeu og félagar mæta West Ham.
Gerard Deulofeu og félagar mæta West Ham.
Mynd: Getty Images
Lokaumferðin í ensku úrvalsdeildinni fer öll fram á sunnudaginn klukkan 14:00. Haukur Harðarson íþróttafréttamaður hjá RÚV fær þann heiður að vera sá sem spáir í lokaumferðina.

Um síðustu helgi var það Logi Tómasson sem spáði fyrir um næst síðustu umferðina. Hann var með fjóra leiki rétta. Nú er stóra spurningin, nær Haukur að spá níu leikjum eða fleiri rétt og skákar þar með félögunum, Audda Blö og Steinda Jr. sem báðir spáðu átta leikjum rétt fyrr í vetur. Sjáum til.

Brighton 0 – 4 Manchester City (14:00 á sunnudag)
Ég væri frekar til í að sjá Liverpool vinna titilinn en City en það er ekki að fara að gerast. City tekur alla spennu úr titilbaráttunni með því að komast í 2-0 eftir hálftíma og 3-0 fyrir leikhlé. Bæta svo við fjórða markinu í rólegum seinni hálfleik og lyfta bikarnum á AmEx-vellinum. Bernardo Silva með tvö í þessum.

Burnley 1 - 3 Arsenal (14:00 á sunnudag)
Arsenal tryggir 5. sætið með þægilegum sigri. Aubameyang kemur funheitur inn í helgina eftir þrennuna og hann og Lacazette skora báðir.

Crystal Palace 1 – 2 Bournemouth (14:00 á sunnudag)
Bæði lið leikið ágætlega að undanförnu. Bournemouth hoppar upp fyrir Palace í töflunni með sterkum útisigri.

Fulham 1 – 0 Newcastle (14:00 á sunnudag)
Fulham verið flottir eftir að þeir féllu. Aleksandar Mitrović gefur stuðningsmönnum Fulham sigurmark í síðasta úrvalsdeildarleik Lundúnarliðsins í bili.

Leicester 1 – 1 Chelsea (14:00 á sunnudag)
Ömurlega leiðinlegt að fylgjast með mínum mönnum á þessu tímabili. Sarri-ball? Hvað er það? Annað orð yfir leiðindi? Ábyggilega fínn kall en ég skil ekki hvernig þjálfari sem hefur ekkert unnið fær einhvern ákveðin leikstíl skírðan í höfuðið á sér. Væri til í að skipta út 15 leikmönnum fyrir næsta tímabil.

Liverpool 1 – 0 Wolves (14:00 á sunnudag)
Liverpool gerir sitt en rétt tæplega þó því hér skorar James Milner eina markið úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Gjörsamlega átakanlegt að vinna ekki deildina með 97 stig en svona er lífið.

Man Utd. 5 – 0 Cardiff (14:00 á sunnudag)
Það losnar um einhvern taugaveiklunarhnút á Old Trafford á sunnudaginn og mörkum mun rigna. Solskjær hefur boðið stuðningsmönnum United í æsilegan tilfinningarússíbana síðan í desember og það heldur áfram um helgina. Pogba og Smalling á meðal markaskorara og svo skorar einhver fyrsta markið sitt á ferlinum fyrir United. Pogba biður svo um treyjuna hjá Aroni Einari eftir leik enda um sögulegan og eigulegan grip að ræða.

Southampton 1 – 2 Huddersfield (14:00 á sunnudag)
Huddersfield nær í fjórða sigur tímabilsins á St. Mary’s.

Tottenham 0 – 2 Everton (14:00 á sunnudag)
Allur vindur úr Tottenham eftir sturlunina í Amsterdam. Gylfi skorar eitt og endar í 14 mörkum á tímabilinu.

Watford 1 – 1 West Ham (14:00 á sunnudag)
Endar með jafntefli eftir mikinn barning. Watford klárar því flott tímabil með því að hafna í efri hluta deildarinnar.

Fyrri spámenn:
Auðunn Blöndal (8 réttir)
Steindi Jr. (8 réttir)
Böðvar Böðvarsson (7 réttir)
Sara Björk Gunnarsdóttir (7 réttir)
Baldur Sigurðsson (7 réttir)
Arnar Grétarsson (6 réttir)
Benedikt Bóas (6 réttir)
Gaupi (6 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (6 réttir)
Rikki G (6 réttir)
Rúnar Alex Rúnarsson (6 réttir)
Sóli Hólm (6 réttir)
Viggó Sigurðsson (6 réttir)
Matthías Orri Sigurðarson (5 réttir)
Martin Hermannsson (5 réttir)
Guðjón Baldvinsson (5 réttir)
Jóhann Gunnar Einarsson (5 réttir)
Jón Dagur Þorsteinsson (5 réttir)
Hjörvar Hafliðason (5 réttir)
Katrín Jakobsdóttir (5 réttir)
Logi Ólafsson (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Logi Tómasson (4 réttir)
Henry Birgir Gunnarsson (4 réttir)
Kristján Óli Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Sigurðsson (4 réttir)
Arnór Þór Gunnarsson (4 réttir)
Friðrik Dór Jónsson (4 réttir)
Jón Þór Hauksson (4 réttir)
Sam Hewson (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (3 réttir)
Atli Fannar Bjarkason (2 réttir)
Kristjana Arnarsdóttir (2 réttir)
Teitur Örlygsson (2 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson(2 réttir)

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner