Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 10. ágúst 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van der Vaart til starfa hjá Esbjerg
Rafael van der Vaart.
Rafael van der Vaart.
Mynd: Getty Images
Rafael van der Vaart hefur verið ráðinn sem aðstoðarþjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Esbjerg.

Van der Vaart er fyrrum leikmaður Esbjerg. Ástæðan fyrir því að þessi fyrrum leikmaður Real Madrid og Tottenham fór í danska boltann á sínum tíma er sú að kærasta hans, Estavana Polman, spilar handbolta með Esbjerg. Hún gerir það enn.

Van der Vaart verður aðstoðarþjálfari og sendiherra félagsins. „Hann mun gefa góðar ráðleggingar innan sem utan vallar, bæði fyrir starfsmenn og leikmenn okkar," Paul Conway, stjórnarmeðlimur hjá Esbjerg.

Það hefur verið alls konar rugl í gangi hjá Esbjerg síðustu vikur og hægt er að lesa meira um það hérna.

Tveir Íslendingar eru á mála hjá Esbjerg; Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner