Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur látið byggja 200 þúsund punda vegg (36,7 milljónir íslenskra króna) á Carrington, æfingasvæði félagsins.
Ten Hag vill sjá til þess að enginn sé að njósna um æfingar liðsins en Daily Mail segir frá.
Ten Hag vill sjá til þess að enginn sé að njósna um æfingar liðsins en Daily Mail segir frá.
Veggurinn var reistur fyrir tveimur vikum en Sir Jim Ratcliffe, eigandi United, gaf samþykki fyrir honum.
Man Utd hefur farið illa af stað á yfirstandandi tímabili en liðið er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum á eftir toppliði Liverpool.
Það hefur mikil pressa myndast á Ten Hag en það er útlit fyrir að hann fái að halda áfram í starfinu.
Athugasemdir