mið 11. ágúst 2021 11:34
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Extra Bladet 
Harðstjórinn hættur hjá Esbjerg
Peter Hyballa er hættur hjá Esbjerg samkvæmt Ekstra Bladet.
Peter Hyballa er hættur hjá Esbjerg samkvæmt Ekstra Bladet.
Mynd: EPA
Peter Hyballa er hættur þjálfun Esbjerg í Danmörku að sögn Ekstra Bladet í dag. Miðillinn segist hafa nokkra heimildarmenn fyrir því að sá þýski hafi hætt í dag sjö vikum eftir að hann tók við.

Andri Rúnar Bjarnason og Ísak Óli Ólafsson eru á mála hjá Esbjerg.

Hyballa tók við starfinu af Ólafi Kristjánssyni í sumar og síðan þá hefur allt verið í hers höndum hjá félaginu.

Leikmenn liðsins hafa verið mjög ósáttir við störf hans og sagt hann mikinn harðstjóra. Þeir sendu frá sér sláandi bréf þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði.

Félagið valdi samt að standa við bakið á honum en samkvæmt Ekstra Bladet ákvað Þjóðverjinn svo sjálfur að hætta í starfinu í dag.

Sjá einnig:
Standa við bakið á Hyballa og segir leikmenn skorta fagmennsku
Esbjerg-menn senda sláandi bréf frá sér: Nektarmyndir, hótanir og níð
Leikmannasamtökin hafa miklar áhyggjur af stöðunni í Esbjerg
Kvartað yfir arftaka Óla Kristjáns - Sagður mikill harðstjóri
Athugasemdir
banner