Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 12. maí 2020 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kristín fékk ekki að koma inn á - „Það er bara svo sorglegt þegar blind manneskja er betri en ég"
Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt fyrir utan að um kvennaknattspyrnu er að ræða og umtalaður leikmaður var leikmaður Vals.
Myndin tengist fréttinni ekki á neinn hátt fyrir utan að um kvennaknattspyrnu er að ræða og umtalaður leikmaður var leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Ólafsson var gestur Jóhanns Skúla Jónssonar í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í gær. Logi valdi þar ellefu bestu leikmennina sem hann þjálfaði á sínum ferli og sagði skemmtilegar sögur þess fyrir utan. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni neðst í fréttinni.

Árið 1987 hóf Logi Ólafsson þjálfaraferil sinn og tók við kvennaliði Vals. Liðið vann alla titla sem í boði voru árið 1988. Valur varð bikarmeistari sumarið 1988 og Íslandsmeistari bæði 1987 og '88. Logi rifjar upp skemmtilega sögu þegar Valur lagði ÍA í bikarúrslitaleik 1988 á Laugardalsvelli.

„Ragnheiður Víkingsdóttir og Arney Magnúsdóttir lenda í samstuði og augabrúnin á Arney bólgnar út og það verður þannig að hún sér ekki fyrir henni. Hún er hálfringluð, það var í þá daga sem þjálfarinn fór inná, og ég reyndi að kæla þetta og gera að þessu," sagði Logi.

„Á þeim tímum voru menn minna meiddir. Svo fer ég útaf og segi henni að halda áfram og (Sigrún) Cora Barker fór á miðjuna og ég setti Arney út á kantinn."

„Arney segir svo við mig: 'Heyrðu ég sé ekki neitt'. Ég sagði: 'Jújújú, þú sérð alveg nóg - við verðum að klára leikinn'. Á bekknum voru stúlkur sem voru búnar að æfa allan veturinn og svo loks kom að einhverju svona og þá var ekki einungis skipt inná."

„Kristín Briem, prófessor í sjúkraþjálfum við Háskóla Íslands, hún var ekki sátt við að hafa ekki fengið að koma inná. Í matnum við kvöldið sagði ég við hana að þetta væri nú kannski ekki alveg rétti tíminn, við skildum ræða þetta bara síðar."

„Þá láku tárin niður kinnarnar og þá sagði hún: 'Það er bara svo sorglegt þegar blind manneskja er betri en ég'."


Fleiri sögur frá Loga í Draumaliðinu:
Óli fékk kaldar kveðjur á Hrauninu - „Það var kominn tími til að þú kæmir hingað helvítis hálfvitinn þinn"
11 ára Albert skaut á pabba sinn - „Pabbi þú verður ekkert í liðinu í sumar"


Athugasemdir
banner
banner