Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. maí 2022 09:06
Elvar Geir Magnússon
Kundai kemur til ÍBV í sumarglugganum
Kundai Benyu.
Kundai Benyu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Kundai Benyu mun koma inn í lið ÍBV í sumarglugganum samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Kundai gengur í raðir ÍBV frá Vestra en hann var með útrunnið atvinnuleyfi en ætti að vera orðinn löglegur með ÍBV þegar glugginn opnar aftur.

Lokað var fyrir félagaskipti á miðnætti en glugginn opnar svo aftur, að þessu sinni, 29. júní og er opinn til 26. júlí.

ÍBV er með tvö stig að loknum níu umferðum í Bestu deildinni en í gær tapaði liðið fyrir KR á Hásteinsvelli.

Kundai er 24 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður og kom til Vestra frá Wealdstone í febrúar í fyrra. Hann ólst upp hjá Ipswich Town á Englandi áður en hann hélt til Celtic í Skotlandi. Þar spilaði hann einn leik fyrir aðalliðið undir stjórn Brendan Rodgers áður en hann fór til Helsingborg árið 2019.

Hann lék með landsliðið Simbabve á Afríkumótinu í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner