Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 16:49
Elvar Geir Magnússon
Leikbönn færast - Mikkelsen ekki með gegn Víkingi
Thomas Mikkelsen verður í banni gegn Víkingum.
Thomas Mikkelsen verður í banni gegn Víkingum.
Mynd: Hulda Margrét
Valgeir Lunddal spilar ekki með gegn KA.
Valgeir Lunddal spilar ekki með gegn KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Telmo verður í banni gegn Fram.
Telmo verður í banni gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pepsi Max-deild karla fer aftur af stað á föstudaginn en áður en fótboltanum var frestað í lok síðasta mánaðar áttu ýmsir leikmenn eftir að taka út leikbann.

Þeir munu því taka út leikbönn sín í öðrum leikjum en upphaflega var áætlað.

Varnarmaðurinn Damir Muminovic og markaskorarinn Thomas Mikkelsen taka út leikbann þegar Breiðablik heimsækir Víking á sunnudag.

Báðir hafa safnað fjórum spjöldum. Mikkelsen er markahæstur í deildinni en Víkingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af honum um helgina.

Valgeir Lunddal Friðriksson, bakvörður Vals, verður í leikbanni þegar Hlíðarendaliðið fær KA í heimsókn á laugardaginn. Færeyingurinn Magnus Egilsson fær þá væntanlega aftur tækifæri í byrjunarliði Valsmanna.

Guðmundur Þór Júlíusson, varnarmaður HK, verður í banni vegna uppsafnaðra áminninga í heimaleik gegn Fjölni. Ingibergur Kort Sigurðsson verður í banni hjá Grafarvogsliðinu og Daði Ólafsson hjá Fylki verður í leikbanni gegn ÍA.

NÆSTU LEIKIR Í PEPSI MAX-DEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 KR-FH (Meistaravellir)
19:15 Stjarnan-Grótta (Samsungvöllurinn)

laugardagur 15. ágúst
16:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
16:00 Valur-KA (Origo völlurinn)

sunnudagur 16. ágúst
17:00 HK-Fjölnir (Kórinn)
19:15 Víkingur R.-Breiðablik (Víkingsvöllur)

mánudagur 17. ágúst
18:00 FH-Stjarnan (Kaplakrikavöllur)

Leikmenn í banni
Thomas Mikkelsen (Breiðablik) - Gegn Víkingi R.
Damir Muminovic (Breiðablik) - Gegn Víkingi R.
Daði Ólafsson (Fylkir) - Gegn ÍA
Ingibergur Kort Sigurðsson (Fjölnir) - Gegn HK
Guðmundur Þór Júlíusson (HK) - Gegn Fjölni
Valgeir Lunddal Friðriksson (Valur) - Gegn KA

Í Lengjudeildinni verður Telmo í banni hjá ÍBV gegn Fram, Sindri Björnsson hjá Grindavík gegn Leikni Fáskrúðsfirði, Unnar Ari Hansson hjá Fáskrúðsfirðingum gegn Grindavík, Alvaro Montejo hjá Þór gegn Leikni, Alexander Ívan Bjarnason þegar Magni mætir Keflavík og Sergine Modou Fall þegar Vestri heimsækir Aftureldingu.

NÆSTU LEIKIR Í LENGJUDEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur)

laugardagur 15. ágúst
13:45 Afturelding-Vestri (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Leiknir F.-Grindavík (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Leiknir R.-Þór (Domusnovavöllurinn)
16:00 Magni-Keflavík (Grenivíkurvöllur)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner