Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 12. október 2019 21:07
Brynjar Ingi Erluson
Giroud óánægður með spiltíma - „Ég sætti mig ekki við þetta"
Olivier Giroud skoraði sigurmark Frakklands í gær
Olivier Giroud skoraði sigurmark Frakklands í gær
Mynd: EPA
Olivier Giroud, framherji Chelsea og franska landsliðsins, skoraði eina mark Frakklands gegn íslandi í gær en hann fær þó lítið að spila með Chelsea.

Giroud er einn besti framherji í sögu franska landsliðsins en hann hefur skorað 37 mörk. Hann er þriðji markahæsti leikmaður Frakklands á eftir Michel Plataini (41) og Thierry Henry (51).

Hann hefur þó aðeins byrjað einn leik í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og komið tvisvar inná sem varamaður. Tammy Abraham er í góðu formi og hefur skorað 8 mörk í 8 leikjum.

„Sætti ég mig við þetta? Nei, ég geri það ekki," sagði Giroud.

„Ég hef alltaf sýnt mikla virðingu og verið hógvær þó ég sé ekki alltaf sammála stjóranum en ég ætla ekki að gagnrýna hann."

„Ég get samt ekki sætt mig við þetta því ég á skilið að spila. Ég spurði Sarri út í þetta á síðasta tímabili þegar ég átti skilið að spila og bað hann um útskýringar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner