Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 13. apríl 2020 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere: Vil fara að líða eins og fótboltamanni aftur
Wilshere með aðdáanda.
Wilshere með aðdáanda.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere viðurkennir það að skipti hans frá Arsenal til West Ham hafi ekki virkað sem skyldi.

Wilshere þótti einu sinni mjög efnilegur, en meiðsli hafa sett strik í reikninginn og er hann í dag 28 ára og búinn að spila tíu úrvalseildarleiki síðustu tvö tímabil.

Hann hefur aðeins leikið 16 leiki fyrir West Ham í öllum keppnum frá því hann kom til félagsins frá frjálsri sölu sumarið 2018. Samningur hans rennur út 2021 og eru sögusagnir um að West Ham gæti reynt að selja hann áður en samningur hans endar.

„Ég skal vera hreinskilinn með að þetta hafi ekki alveg virkað," sagði Wilshere við Stadium Astro. „Þetta hefur ekki farið eins og ég vildi, ég hef verið of mikið frá og spilað of fáa leiki."

„Ég vil fara að koma ferlinum aftur af stað og fara að spila í hverri viku; fara að líða eins og fótboltamanni aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner