Hallgrímur Jónasson, varnarmaður OB, er á leið til Lyngby samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Lyngby sigraði dönsku B-deildina á síðasta tímabili og er að styrkja sig fyrir úrvalsdeildina.
Hjá Lyngby eru fyrir tveir miðverðir sem þekkja íslenska boltann en það eru þeir Thomas Guldborg Christensen og Thomas Sörensen.
Thomas Guldborg spilaði með Val í fyrra en Thomas Sörensen spilaði með ÍA árið 2013. Hallgrímur mun væntanlega leika við hliðina á öðrum hvorum þeirra í hjarta varnarinnar.
Lyngby sigraði dönsku B-deildina á síðasta tímabili og er að styrkja sig fyrir úrvalsdeildina.
Hjá Lyngby eru fyrir tveir miðverðir sem þekkja íslenska boltann en það eru þeir Thomas Guldborg Christensen og Thomas Sörensen.
Thomas Guldborg spilaði með Val í fyrra en Thomas Sörensen spilaði með ÍA árið 2013. Hallgrímur mun væntanlega leika við hliðina á öðrum hvorum þeirra í hjarta varnarinnar.
Hinn þrítugi Hallgrímur fór til OB í fyrra eftir þriggja ára dvöl hjá SönderjyskE.
Hallgrímur var í algjörlu lykilhlutverki í vörn OB á síðasta tímabili en liðið endaði þá í 7. sæti af tólf liðum í dönsku úrvalsdeildinni.
Hallgrímur hefur skorað þrjú mörk í fimmtán landsleikjum á ferli sínum. Hallgrímur var í hópnum í undankeppni EM en var ekki valinn í 23-manna hópinn sem fór á EM.
Athugasemdir