Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
   þri 13. október 2020 14:58
Elvar Geir Magnússon
Mun Hamren stýra liðinu með hjálp tækninnar eins og Moyes gerði?
Icelandair
Erik Hamren landsliðsþjálfari er kominn í sóttkví eins og allt starfslið hans.

Hann verður því ekki á hliðarlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni.

Mögulegt er þó að hann muni stýra íslenska liðinu í leiknum og nýta til þess tæknina eins og David Moyes gerði hjá West Ham í síðasta mánuði.

Moyes greindist með Covid-19 en ræddi við þjálfarateymi sitt og hélt ræður fyrir leikmenn í gegnum samskiptaforritið Zoom fyrir leik og hálfleik.

Hann var svo í beinu sambandi við Stuart Pearce aðstoðarmann sinn sem var staddur á vellinum meðan á leik stóð. Allar ákvarðanir varðandi leikinn voru teknar af Moyes og komið til skila gegnum tæknina.

Ekki er búið að gefa út hverjir verða á hliðarlínunni á leiknum á morgun en líklegt er talið að það verði Þorvaldur Örlygsson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar U19 og U17 landsliða Íslands.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, er staddur í verkefni í Lúxemborg.
Athugasemdir
banner
banner