þri 13. október 2020 14:58
Elvar Geir Magnússon
Mun Hamren stýra liðinu með hjálp tækninnar eins og Moyes gerði?
Icelandair
Stuart Pearce tók við skipunum frá David Moyes.
Stuart Pearce tók við skipunum frá David Moyes.
Mynd: Getty Images
Erik Hamren landsliðsþjálfari er kominn í sóttkví eins og allt starfslið hans.

Hann verður því ekki á hliðarlínunni annað kvöld þegar Ísland mætir Belgíu í Þjóðadeildinni.

Mögulegt er þó að hann muni stýra íslenska liðinu í leiknum og nýta til þess tæknina eins og David Moyes gerði hjá West Ham í síðasta mánuði.

Moyes greindist með Covid-19 en ræddi við þjálfarateymi sitt og hélt ræður fyrir leikmenn í gegnum samskiptaforritið Zoom fyrir leik og hálfleik.

Hann var svo í beinu sambandi við Stuart Pearce aðstoðarmann sinn sem var staddur á vellinum meðan á leik stóð. Allar ákvarðanir varðandi leikinn voru teknar af Moyes og komið til skila gegnum tæknina.

Ekki er búið að gefa út hverjir verða á hliðarlínunni á leiknum á morgun en líklegt er talið að það verði Þorvaldur Örlygsson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar U19 og U17 landsliða Íslands.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, er staddur í verkefni í Lúxemborg.
Athugasemdir
banner
banner
banner