Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 13. október 2020 14:18
Elvar Geir Magnússon
Allt starfslið íslenska landsliðsins í sóttkví (Staðfest)
Starfsmaður KSÍ með veiruna
Icelandair
Erik Hamren ásamt hluta af starfsliðinu.
Erik Hamren ásamt hluta af starfsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Erik Hamren landsliðsþjálfari er kominn í sóttkví en það sama á við um Frey Alexandersson og alla aðra í starfsliði íslenska landsliðsins.

Sjá einnig:
Smit í umhverfi íslenska landsliðsins

Miðað við fréttatilkynningu KSÍ virðast leikmenn sleppa við sóttkví og Þjóðadeildarleikurinn gegn Belgum annað kvöld ætti að geta farið fram.

Óvíst er hver mun stýra íslenska landsliðinu í leiknum á morgun en Þorvaldur Örlygsson og Davíð Snorri Jónasson, þjálfarar U19 og U17 landsliðanna, verða að teljast líklegir.

Hafliði Breiðfjörð, ljósmyndari Fótbolta.net, tók eftir því að ekki var allt með eðlilegum hætti fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Það var svo greint frá því að grunur væri um smit hjá starfsmanni KSÍ.

Sjá einnig:
Smit í umhverfi íslenska landsliðsins

TILKYNNING KSÍ:
Smitrakningateymi Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra hefur tilkynnt að allt starfslið A landsliðs karla fari nú þegar í sóttkví vegna Covid-smits starfsmanns.

Fulltrúar fjölmiðla eru vinsamlegast beðnir um að bíða átekta á meðan verið er að greina stöðuna og vinna úr upplýsingum. Frekari upplýsingar verða veittar eins fljótt og mögulegt er.

Eins og staðan er núna bendir ekkert til smits í hópi leikmanna og ekkert sem bendir til þess að leikurinn við Belgíu geti ekki farið fram.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner