Mikel Arteta fullvissaði stuðningsmenn Arsenal um það í gær að Joe Willock og Emile Smith Rowe séu ekki á leið frá félaginu.
Smith Rowe lék hlutverk á síðustu leiktíð og hefur verið orðaður við Aston Villa. Ungstirnið er með fimm ára samning frá Arsenal til boða en hann er aðeins tvítugur og tók þátt í 33 leikjum á síðustu leiktíð.
Willock er 21 árs og gerði frábæra hluti að láni hjá Newcastle fyrr á árinu, þar sem hann skoraði 8 mörk í 14 úrvalsdeildarleikjum.
Þessi spennandi miðjumaður á 78 leiki að baki fyrir Arsenal og segir Arteta hann eiga hlutverki að gegna á komandi leitkíð.
„Emile Smith Rowe verður 100% áfram hjá félaginu," sagði Arteta. „Willock er okkar leikmaður og hefur hlutverki að gegna."
Athugasemdir