PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 14. september 2024 19:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Stórkostlegt sigurmark hjá Duran
Mynd: Getty Images

Aston Villa vann magnaðan endurkomusigur gegn Everton í kvöld en þetta var annar leikurinn í röð sem Everton tapar eftir að hafa komist tveimur mörkum yfir.


Dwight McNeil kom Everton yfir og hann lagði upp skallamark Dominic Calvert-Lewin sem tvöfaldaði forystu Everton.

Ollie Watkins er loksins kominn á blað en hann skoraði tvö mörk og jafnaði metin fyrir Aston Villa.

Jhon Duran hefur verið að koma gríðarlega sterkur inn af bekknum í upphafi tímabilsins og hann hélt uppteknum hætti í kvöld. Hann kom inn á og skoraði sturlað sigurmark stuttu síðar með skoti fyrir utan teiginn.

Sjáðu markið hjá Duran


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner