Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mið 15. janúar 2025 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Ívar Orri gerir þriggja ára samning við HK
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
HK er búið að staðfesta nýjan samning við Ívar Orra Gissurarson sem gildir næstu þrjú árin, eða út keppnistímabilið 2027.

Ívar Orri er fæddur 2003 og er uppalinn hjá HK. Hann hefur alla tíð spilað fyrir félagið og á í heildina 34 deildarleiki að baki, 17 í Bestu deildinni og 17 í Lengjudeildinni.

Ívar Orri er miðjumaður sem steig sín fyrstu skref með meistaraflokki fyrir fimm árum og hefur í heildina tekið þátt í 46 keppnisleikjum fyrir HK síðan.

Hann hefur ekki spilað mikið með liðinu undanfarin ár þar sem hann leikur einnig með liði Albany, sem er statt í New York fylki, í bandaríska háskólaboltanum.

„HK bindur miklar vonir við Ívar Orra og hlakkar til að fylgjast áfram með honum í rauðu og hvítu treyjunni!" segir meðal annars í tilkynningu frá HK.

HK féll naumlega úr Bestu deildinni í fyrra og mun því spila í Lengjudeildinni í ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner