Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 15. júní 2022 19:57
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Víkingar komnir á skrið - Þriðji sigurleikurinn í röð
Ari Sigurpálsson gerði þriðja mark Víkings
Ari Sigurpálsson gerði þriðja mark Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Ekroth skoraði með skalla
Oliver Ekroth skoraði með skalla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV 0 - 3 Víkingur R.
0-1 Peter Oliver Ekroth ('8 )
0-2 Erlingur Agnarsson ('29 )
0-3 Ari Sigurpálsson ('76 )
Lestu um leikinn

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu ÍBV 3-0 í 9. umferð Bestu deildar karla á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. Kristall Máni Ingason átti þátt í tveimur mörkum gestanna.

Víkingur átti í miklu basli með að tengja saman sigra í byrjun tímabils en nú virðist liðið hafa fundið taktinn.

Oliver Ekroth tók forystuna fyrir Víkinga á 8. mínútu með skalla eftir hornspyrnu Pablo Punyed.

Vörn Eyjamanna fór í kerfi eftir mark Ekroth og munaði ekki miklu að Erlingur Agnarsson bætti við öðru eftir að Elvis og Eiður Aron runnu á hvorn annan, en Guðjón Orri Sigurjónsson bjargaði fyrir rest.

Erlingur klikkaði ekki í næstu tilraun sem hann fékk. Kristall átti skot sem Guðjón varði út á Erling og kláraði hann af yfirvegun.

Eyjamenn náðu aðeins betri tökum á leiknum eftir annað markið og áttu nokkrar tilraunir en þær voru annað hvort yfir markið eða beint á Þórð Ingason í markinu.

Þeir byrjuðu svo síðari hálfleikinn af sama krafti. Felxi Örn Friðriksson átti skot í slá áður en Telmo Castanheira skaut í stöngina.

Þegar hálftími var eftir kom Andri Rúnar Bjarnason sér í dauðafæri en brást bogalistin. Þetta var ekki hans dagur.

Ari Sigurpálsson, sem kom inná sem varamaður fyrir meiddan Pablo Punyed snemma leiks, gerði síðan þriðja og síðasta mark Víkinga á 76. mínútu. Kristall sendi Ara í gegn sem kláraði örugglega.

Eyjamenn reyndu hvað þeir gátu til að koma boltanum í netið í dag en það gekk bara ekki upp. Lokatölur 3-0 fyrir Víking sem vinnur þriðja leikinn í röð og er nú komið upp í 2. sæti með 19 stig, fimm stigum á eftir Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner