Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   lau 15. ágúst 2020 22:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne: Peningar stjórna leiknum
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
„Ég er andlega þreyttur. Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleiknum og þetta var of hægt hjá okkur. Við spiluðum mjög vel í seinni hálfleiknum," sagði Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, eftir 3-1 tap gegn Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Lyon sló Man City úr leik

„Við jöfnuðum í 1-1 og sköpuðum nægilega mikið af færum til að skora. Við gefum þeim svo tvö auðveld mörk og leikurinn er búinn. Þetta er sama gamla sagan," sagði Belginn, en Man City dettur út í 8-liða úrslitunum þriðja árið í röð.

„Þetta er besta lið sem ég hef spilað í, en við gerum of mörg mistök."

De Bruyne lét áhugaverð ummæli falla undir lokin þegar hann var spurður út í stutt frí. Þetta hefur verið lengra tímabil vegna kórónuveirunnar og enska úrvalsdeildin byrjar aftur eftir mánuð.

„Við fáum ekkert frí og öll knattspyrnusamband þurfa að líta inn á við. Peningar stjórna leiknum."
Athugasemdir
banner
banner