Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 15. ágúst 2020 20:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Lyon sló Man City úr leik
Lyon hafði betur gegn Man City.
Lyon hafði betur gegn Man City.
Mynd: Getty Images
Sterling klúðraði fyrir opnu marki.
Sterling klúðraði fyrir opnu marki.
Mynd: Getty Images
Manchester City 1 - 3 Lyon
0-1 Maxwel Cornet ('24 )
1-1 Kevin de Bruyne ('69 )
1-2 Moussa Dembele ('79 )
1-3 Moussa Dembele ('87 )

Lyon er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Manchester City í Portúgal í kvöld.

Leikurinn byrjaði mjög vel fyrir Lyon sem komst yfir eftir 24 mínútur þegar Maxwell Cornet. Lyon lokaði vel á aðgerðir enska liðsins í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum var 1-0 fyrir franska félagið.

Eftir því sem leið meira á seinni hálfleikinn þá fór Man City að pressa meira og sú pressa bar árangur á 69. mínútu þegar Kevin de Bruyne skoraði og jafnaði metin eftir sendingu frá Raheem Sterling, sem átti eftir að koma meira við sögu í leiknum.

Gabriel Jesus fékk tækifæri til að koma City yfir stuttu eftir mark De Bruyne, en Lopes í marki Lyon sá við honum. Á 79. mínútu komst Lyon svo yfir þegar varamaðurinn Moussa Dembele slapp í gegn og skoraði. Mögulegt brot í aðdragandanum var skoðað en markið fékk að standa.

Sterling fékk líklega besta færi ferils síns á 86. mínútu þegar hann var einn á móti marki en hann setti boltann einhvern veginn yfir markið. Sterling er frábær leikmaður en úr svona færum verður hann bara að gera eitt og það er að skora. Lyon refsaði fyrir þetta og skoraði Dembele þriðja mark Lyon nokkrum sekúndum síðar og gekk þannig frá leiknum.

Lyon mætir Bayern München í undanúrslitunum í næstu viku á meðan Man City er komið í stutt sumarfrí. Þetta er þriðja árið í röð sem Man City fellur úr leik í 8-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner