Heimild: bold.dk
Ólafi Kristjánssyni hefði verið sagt upp sem aðalþjálfari Esbjerg jafnvel þó hann hefði komið félaginu upp í Superliga í vetur. Ólafur var rekinn fyrir tæpri viku síðan þegar ljóst var að Esbjerg færi ekki upp um deild.
Þetta kemur frá bandarískum eiganda félagsins sem vill fá inn þýskumælandi þjálfara á næstu dögum. Óli hefði fengið stígvélið þar sem það ríkti ekki almenn ánægja með leikstíl liðsins.
Þetta kemur frá bandarískum eiganda félagsins sem vill fá inn þýskumælandi þjálfara á næstu dögum. Óli hefði fengið stígvélið þar sem það ríkti ekki almenn ánægja með leikstíl liðsins.
„Hann féll ekki að því hvernig við vildum spila, svo já, honum hefði verið sagt upp þó við hefðum farið upp um deild," sagði Paul Conway, talsmaður bandarískra eiganda Esbjerg, við jv.dk.
„Margir þýskumælandi þjálfarar eru með aðlagandi leikstíl og því er líklegt að við förum þá leið," sagði Conway.
Viborg og Silkeborg fóru upp í Superliga en Esbjerg var með það sem klárt markmið að komast upp um deild í vetur. Andri Rúnar Bjarnason er leikmaður Esbjerg.
Athugasemdir