mán 16. maí 2022 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullt af íslenskum fánum á leik Örebro - „Þetta er Örebro!"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það vakti athygli um helgina þegar Örebro mætti Öster í Íslendingaslag í sænsku Superettan, næstefstu deild, að fjöldi fólks mætti með íslenska fána með sér í stúkuna.

Axel Óskar Andrésson er leikmaður Örebro og Alex Þór Hauksson er leikmaður Öster. Srdjan Tufegdzic er þjálfari Öster og Einar Guðnason er yfirmaður þróunarmála hjá Örebro.

Á Twitter-reikningi Örebro má sjá skemmtilegt myndband eftir leikinn en þar fer Axel að stuðningsmönnum Örebro sem syngja eftir 2-1 heimasigur.

„Sjáið fólkið mitt í Örebro. Þetta er Örebro!" segir Axel í myndbandinu, fer svo og þakkar fyrir stuðninginn og tekur þátt í stemningunni.

Örebro var að vinna sinn annan sigur í röð og er í sjöunda sæti deildarinnar með tólf stig eftir sjö umferðir. Öster er í fjórða sæti með þrettán stig.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner