Halldór Steinsson, liðsstjóri Fylkis, fékk í gær að líta rauða spjaldið þegar Fylkir tapaði 0-2 gegn Breiðabliki í Bestu deild kvenna.
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk að líta gula spjaldið þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Stuttu síðar fékk Halldór rauða spjaldið og var honum vikið af bekknum.
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, fékk að líta gula spjaldið þegar Breiðablik fékk vítaspyrnu í seinni hálfleiknum. Stuttu síðar fékk Halldór rauða spjaldið og var honum vikið af bekknum.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 2 Breiðablik
„Hann ákveður að dæma vítaspyrnu. Það eru smá tilfinningar í því sem er eðlilegt. Við vorum ekki sátt. Ég fékk gult fyrir að kalla eitthvað og svo fékk liðsstjórinn rautt fyrir litlar sakir. Hann má ekki segja neitt á bekknum. Það var smá hiti," sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir leikinn.
Athygli vekur að þetta er annað rauða spjaldið sem liðsstjóri Fylkis fær í sumar en Halldór var líka sendur upp í stúku þegar karlalið Árbæjarliðsins tapaði gegn KR. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari KR, fékk einnig rautt í þeim leik.
Halldór er núna búinn að afreka það að fá rautt spjald í bæði Bestu deild karla og kvenna í sumar sem liðsstjóri.
Fylkir er í áttunda sæti í Bestu deild kvenna en liðið er með fimm stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir