Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. júní 2022 21:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Algjörlega magnaður viðsnúningur Kórdrengja
Lengjudeildin
Kórdrengir lögðu toppliðið.
Kórdrengir lögðu toppliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar gerði sigurmark HK.
Örvar gerði sigurmark HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar.
Afturelding vann sinn fyrsta sigur í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það átti sér stað ótrúlegur viðsnúningur í leik Kórdrengja og Selfoss í Lengjudeild karla í kvöld.

Selfyssingar voru á toppnum fyrir leikinn og þeir tóku tveggja marka forystu í fyrri hálfleiknum; mörk frá Gonzalo Zamorano og Hrvoje Tokic. Staðan var bara frekar þægileg fyrir gestina, en á tíu mínútum í seinni hálfleik breyttist staðan gjörsamlega.



Sverrir Páll Hjaltested skoraði tvisvar og jafnaði metin og í kjölfarið skoruðu Kórdrengir tvisvar á tveimur mínútum og komust yfir.

Algjörlega ótrúleg endurkoma hjá heimqmönnum. Hrvoje Tokic minnkaði muninn úr víti þegar um tíu mínútur voru eftir, en lengra komst Selfoss ekki og lokatölur 4-3 í þessum stórkostlega fótboltaleik. Selfoss er áfram á toppnum, en Kórdrengir eru núna bara fjórum stigum frá þeim.

Kórdrengir eru í sjöunda sæti og er þessi deild gríðarlega jöfn.

Það voru þrír aðrir leikir að klárast núna og voru mjög óvænt úrslit í Árbænum þar sem Fylkir tapaði heima gegn HK, 0-1. Örvar Eggertsson gerði eina mark leiksins í síðari hálfleiknum. HK er í fjórða sæti með 12 stig, einu stigi meira en Fylkir. HK hefur líka spilað leik minna en Fylkir, en árangurinn í Árbæ er væntanlega ekki ásættanlegur eins og staðan er núna.

Þá vann Grindavík 1-0 sigur á KV og Afturelding tók sinn fyrsta sigur í sumar er þeir fóru í ferð í Vogana. Grindavík er í þriðja sæti með 13 stig, Afturelding er núna í áttunda sæti með sex stig og eru KV og Þróttur Vogum í fallsætunum með þrjú og eitt stig.

Grindavík 2 - 1 KV
1-0 Sigurjón Rúnarsson ('34 )
2-0 Símon Logi Thasaphong ('47 )
2-1 Einar Már Þórisson ('86 )
Lestu um leikinn

Kórdrengir 4 - 3 Selfoss
0-1 Gonzalo Zamorano Leon ('14 )
0-2 Hrvoje Tokic ('23 , víti)
1-2 Sverrir Páll Hjaltested ('58 , víti)
2-2 Sverrir Páll Hjaltested ('65 )
3-2 Arnleifur Hjörleifsson ('67 )
4-2 Þórir Rafn Þórisson ('68 )
4-3 Hrvoje Tokic ('79 , víti)
Lestu um leikinn

Þróttur V. 0 - 1 Afturelding
0-1 Kári Steinn Hlífarsson ('54 )
Lestu um leikinn

Fylkir 0 - 1 HK
0-1 Örvar Eggertsson ('55 )
Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner