Markvörðurinn Viljami Sinisalo er fyrsti leikmaðurinn til að ganga í raðir Celtic í sumar.
Skosku meistararnir hafa verið í markvarðaleit eftir að Joe Hart lagði hanskana á hilluna og er Kasper Schmeichel, landsliðsmarkvörður Danmerkur, á leið í læknisskoðun hjá félaginu.
Stjórnendur Celtic vilja þó hafa einhvern markvörð sem getur veitt Dananum stóra samkeppni um byrjunarliðsstöðuna og þar kemur Sinisalo inn í myndina.
Celtic borgar um 1 milljón punda til að fá Sinisalo frá Aston Villa, en þessi finnski landsliðsmarkvörður er 22 ára gamall og var aðalmarkvörður á láni hjá Exeter City, sem leikur í þriðju efstu deild enska boltans, á síðustu leiktíð.
Sinisalo er spenntur fyrir að skipta til Celtic, þar sem hann getur lært af Schmeichel áður en hann tekur sjálfur við markmannsstöðunni í framtíðinni, en Schmeichel er orðinn 37 ára gamall og á ekki mörg ár eftir sem atvinnumaður í fótbolta.
Sinisalo er nú þegar með leikmannahópi Celtic sem er í æfingaferð um Bandaríkin.
???? Tervetuloa, Sinisalo! ????????
— Celtic Football Club (@CelticFC) July 16, 2024
Highly-rated Finnish International goalkeeper Viljami Sinisalo joins #CelticFC from Aston Villa on a five-year deal - subject to international clearance ?
Welcome to Paradise, Viljami! ????
Athugasemdir