Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   fim 16. ágúst 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui: Atletico meistarar í að nýta mistök
Lopetegui tapaði sínum fyrsta keppnisleik við stjórnvölinn hjá Real Madrid. Hann hafði ekki tapað keppnisleik síðan 8. janúar 2016, þegar hann var við stjórnvölinn hjá Porto.
Lopetegui tapaði sínum fyrsta keppnisleik við stjórnvölinn hjá Real Madrid. Hann hafði ekki tapað keppnisleik síðan 8. janúar 2016, þegar hann var við stjórnvölinn hjá Porto.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, nýr þjálfari Real Madrid, tapaði sínum fyrsta keppnisleik við stjórnvölinn er liðið mætti nágrönnunum í Atletico Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins í gærkvöldi.

Real lenti undir á fyrstu mínútu en komst í 2-1 í síðari hálfleik, áður en jöfnunarmark Diego Costa sendi leikinn í framlengingu.

Lopetegui segir tapið ekki hafa nein áhrif á áætlanir Real á leikmannamarkaðinum í sumar og segir sína menn vera einbeitta að því að gera vel í næstu leikjum.

„Það mun ekkert breytast á leikmannamarkaðinum þrátt fyrir þetta tap. Við erum einbeittir að því að gera vel í næstu leikjum," sagði Lopetegui eftir tapið.

„Við spiluðum vel í leiknum og vorum betri nánast allan tímann, þar til þeir komust yfir í 3-2. Þá byrjuðu menn að reyna alltof flókna hluti og þeir refsuðu.

„Þegar allt kemur til alls voru það mistökin sem réðu úrslitunum. Atletico eru meistarar í því að nýta sér mistök og við verðum að óska þeim til hamingju því þeir áttu skilið að sigra."

Athugasemdir
banner
banner
banner