Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   fös 10. maí 2024 20:45
Brynjar Ingi Erluson
Stórt tap hjá Davíð - Rúnar byrjaði í magnaðri endurkomu
Rúnar Þór Sigurgeirsson í leik með Willem II
Rúnar Þór Sigurgeirsson í leik með Willem II
Mynd: Willem II
Rúnar Þór Sigurgeirsson og félagar hans í hollenska liðinu Willem II unnu magnaðan endurkomusigur í lokaumferð B-deildarinnar í kvöld, en liðið vann Telstar, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Willem II var búið að tryggja sér titilinn fyrir lokaumferðina. Rúnar Þór fékk tækifæri í byrjunarliðinu.

Hann hefur þurft að dúsa á bekknum í síðustu leikjum en lék klukkutíma í dag.

Meistararnir lentu tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik en náðu að snúa við taflinu í þeim síðari með þremur en tvö þeirra komu á síðustu tíu mínútum leiksins.

Willem II endaði tímabilið með 79 stig á toppnum. Rúnar spilaði 24 leiki, skoraði eitt og lagði upp fjögur.

Elías Már Ómarsson kom þá inn af bekknum er NAC Breda gerði 1-1 jafntefli við Oss. Stigið var gríðarlega mikilvægt en það tryggði liðinu síðasta lausa sætið í umspil.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem tapaði fyrir Bari, 2-0, í lokaumferð ítölsku B-deildarinnar. Brescia var þegar búið að tryggja sér umspilssæti.

Bjarki Steinn BJarkason og Mikael Egill Ellertsson komu inn af bekknum í 2-1 tapi Venezia gegn Spezia. Venezia hafnaði í 3. sæti deildarinnar með 70 stig og fer því í umspil.

Hjörtur Hermannsson var ekki í hópnum hjá Pisa sem tapaði fyrir Ascoli, 2-1. Pisa komst ekki í umspil.

Blikinn Davíð Kristján Ólafsson var í liði Cracovia sem tapaði fyrir Slask Wroclaw, 4-0, í pólsku úrvalsdeildinni. Cracovia er fjórum stigum fyrir ofan fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner