Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 16. september 2022 07:40
Elvar Geir Magnússon
Ten Hag fær að minnsta kosti 70 milljónir punda til að eyða í janúar
Powerade
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: EPA
Roberto de Zerbi.
Roberto de Zerbi.
Mynd: Getty Images
Gleðilegan föstudag. Enska úrvalsdeildin byrjar aftur að rúlla í kvöld. Bellingham, Nunes, Ziyech, Leao, Mudryk, Brereton Díaz og fleiri í slúðurpakka dagsins.

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, mun fá að minnsta kosti 70 milljónir punda til að eyða í janúarglugganum. Sú upphæð gæti hækkað ef Cristiano Ronaldo (37) yfirgefur Old Trafford. (Sun)

Christoph Freund, íþróttastjóri Red Bull Salzburg, útilokar ekki að taka að sér svipað starf hjá Chelsea. Hann staðfestir að Chelsea hafi sýnt áhuga á slóvenska sóknarmanninum Benjamin Sesko (19) í sumar. (Sky Austria)

Liverpool leiðir kapphlaupið um Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund og enska landsliðsins. Manchester United vill einnig fá leikmanninn unga. (Telegraph)

Liverpool horfir til portúgalska miðjumannsins Matheus Nunes (24) hjá Wolves sem varakost ef félagið fær ekki Bellingham. (UOL)

Hakin Zyiech (29), vængmaður Chelsea, var tilbúinn að yfirgefa Stamford Bridge í sumar en Ajax og AC Milan höfðu áhuga. (Football.London)

Moises Caucedo (20), miðjumaður Brighton, segist vera einbeittur að því að gera vel fyrir félagið og landslið Ekvador. Hann segir þó að 'enginn' myndi hafna tilboði frá félagi eins og Chelsea. (Ole)

Brighton er í viðræðum við Roberto de Zerbi, fyrrum stjóra Shaktar Donetsk. Juventus gæti einnig horft til De Zerbi ef ítalska félagið rekur Massimiliano Allegri. (Calciomercato/Sportmediaset)

Newcastle United hefur áhuga á úkraínska vængmanninum Mykhaylo Mudryk (21) hjá Shaktar Donetsk. Hann hefur einnig verið orðaður við Arsenal og Brentford. (Football Insider)

Shaktar Donetsk hefur staðfest að félagið hafnaði 30 milljóna evra tilboði frá Everton í Mudryk. (90min)

Valencia, Villarreal, Celta Vigo og Real Sociedad hafa öll áhuga á sóknarmanninum Ben Brereton Díaz (23) hjá Blackburn. Ensku félögin Everton og Leeds eru einnig með hann á sínum óskalistum. (Football Insider)

Danny Rose (32), fyrrum varnarmaður Tottenham og Englands, er nálægt því að skrifa undir samning við AEK Aþenu í Grikklandi á frjálsri sölu. Hann yfirgaf Watford fyrr í þessum mánuði. (Sun)

David de Gea (31), markvörður Manchester United, segist hafa verið nálægt því að ganga í raðir Wigan árið 2009, áður en hann fór til United. (BT Sport)

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakklands segir að hann muni ekki velja Paul Pogba (29) í HM hópinn sinn nema hann sé algjörlega meiðslalaus. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner