Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 17. mars 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Balogun birti áhugaverð skilaboð eftir landsliðsvalið
Balogun fagnar marki með Reims.
Balogun fagnar marki með Reims.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Folarin Balogun hefur verið sjóðandi heitur með franska félagsliðinu Reims á þessu tímabili. Þar er hann í láni frá Arsenal, toppliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Balogun, sem er 21 árs gamall, er búinn að skora 17 mörk í 28 keppnisleikjum á þessu tímabili.

Það voru einhverjir sem voru að velta því fyrir sér hvort að Balogun yrði í enska A-landsliðshópnum sem var valinn í gær en svo var ekki.

Í kjölfarið birti Balogun áhugaverð skilaboð á Instagram en hann skrifaði: „Farðu þangað þar sem þú ert metinn að verðleikum."

Hann birti þetta eftir að enski landsliðshópurinn var tilkynntur og hafa þetta verið túlkuð sem skilaboð á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Balogun er fæddur í New York í Bandaríkjunum en er uppalinn í Englandi. Hann á nígeríska foreldra og getur því spilað fyrir þrjú landslið. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Englands og Bandaríkjanna.

Goal fjallar um það að hann hafi upp á síðkastið verið í viðræðum við bandaríska fótboltasambandið um að spila fyrir þeirra landslið. Spurning er hvort að valið hjá Southgate í gær muni ýta honum yfir línuna en hann er þó í enska U21 landsliðinu sem var birt í morgun. Er hann það ósáttur að hann mun ekki mæta í það verkefni?
Athugasemdir
banner
banner