Í gær var vakin athygli á því að norska félagið Brann hefði áhuga á því að fá besta leikmann Íslandsmótsins 2024, Höskuld Gunnlaugsson, í sínar raðir. Það voru 433.is og Kristján Óli Sigurðsson sem vöktu athygli á því.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Höskuldur, sem er fyrirliði Breiðabliks, með heiðursmannasamkomulag við félagið um að hann megi fara ef það kemur heillandi tilboð erlendis frá. Samkvæmt heimildum bauð Brann 25 milljónir króna í Höskuld en Breiðablik vill fá yfir 30 milljónir fyrir leikmanninn sem verður 31 árs í september.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Höskuldur, sem er fyrirliði Breiðabliks, með heiðursmannasamkomulag við félagið um að hann megi fara ef það kemur heillandi tilboð erlendis frá. Samkvæmt heimildum bauð Brann 25 milljónir króna í Höskuld en Breiðablik vill fá yfir 30 milljónir fyrir leikmanninn sem verður 31 árs í september.
Fótbolti.net sendi fyrirspurn á Alfreð Finnbogason, starfsmann knattspyrnudeildar Breiðabliks, varðandi Höskuld í gær en fékk ekki svar.
Höskuldur var algjör lykilmaður þegar Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabii. Hann hefur leikið allan sinn feril með Breiðabliki fyrir utan veru hjá sænska félaginu Halmstad á árunum 2017-2019.
Brann endaði í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og Freyr Alexandersson er þjálfari liðsins.
Athugasemdir