Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 18. maí 2021 21:56
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Immobile klúðraði víti gegn Torino - Benevento fallið
Immobile skaut í stöng og Torino heldur sér uppi
Immobile skaut í stöng og Torino heldur sér uppi
Mynd: Getty Images
Lazio 0 - 0 Torino
0-0 Ciro Immobile ('84 , Misnotað víti)

Lazio og Torino gerðu markalust jafntefli í 37. umferð ítölsku deildarinnar í kvöld. Ciro Immobile gat tryggt Lazio sigurinn undir lokin en klúðraði vítaspyrnu.

Heimamenn voru mun meira með boltann í leiknum og náðu að stjórna honum frá fyrstu mínútu.

Liðið skapaði sér mörg góð færi en það var ekki fyrr en undir lokin sem liðið fékk gullið tækifæri til að stela sigrinum.

Nicolas N'Koulou braut á Immobile innan teigs og vítaspyrna dæmd en Immobile steig sjálfur á punktinn og þrumaði boltanum í stöngina.

Lokatölur því 0-0. Lazio er búið að tryggja sér sæti í Evrópudeildina á næsta tímabili og þá tókst Torino að sleppa við fall með þessu stigi en Benevento er síðasta liðið til að fara niður í B-deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner