Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 18. október 2020 17:36
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Ísak Bergmann lagði upp í sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði Norrköping og lagði annað mark leiksins upp með góðri fyrirgjöf í sigri gegn Varbergs.

Leikurinn var jafn en Jonathan Levi gerði gæfumuninn og skoraði þrennu fyrir Norrköping. Fyrsta markið gerði hann beint úr aukaspyrnu, sem breytti um stefnu af varnarveggnum.

Annað markið gerði Levi með skalla eftir fyrirgjöf frá Ísaki og það þriðja með afar laglegu skoti.

Norrköping er í öðru sæti eftir sigurinn, átta stigum frá toppliði Malmö sem á leik til góða.

Hinn 17 ára gamli Ísak er búinn að skora þrjú mörk og leggja sjö upp á deildartímabilinu.

Varbergs 1 - 3 Norrköping
0-1 Jonathan Levi ('25)
0-2 Jonathan Levi ('38)
1-2 A. Selmani ('45)
1-3 Jonathan Levi ('71)

Kolbeinn Sigþórsson var þá ónotaður varamaður er AIK lagði Göteborg að velli.

AIK átti góðan leik og verðskuldaði sigurinn. Þetta var fjórði sigur liðsins í röð og er það komið úr fallhættu. Það eru þó níu stig í Evrópusæti þegar aðeins sex umferðir eru eftir af tímabilinu.

AIK 2 - 0 Göteborg
1-0 F. Rogic ('4)
2-0 H. Goitom ('61)
Athugasemdir
banner
banner
banner