Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 19. janúar 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Suarez hefur áhuga á Villa - Pogba vill fara til Real
Powerade
Mourinho ætlar ekki að yfirgefa Roma.
Mourinho ætlar ekki að yfirgefa Roma.
Mynd: EPA
Balotelli aftur í enska boltann?
Balotelli aftur í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Arthur Melo færist nær Arsenal.
Arthur Melo færist nær Arsenal.
Mynd: EPA
Nokkur ensk félög hafa áhuga á að fá Eriksen.
Nokkur ensk félög hafa áhuga á að fá Eriksen.
Mynd: Getty Images
Fabio Carvalho.
Fabio Carvalho.
Mynd: EPA
Slúðurpakkinn í dag er svo sannarlega stútfullur af áhugaverðum molum úr ensku götublöðunum. Mourinho, Balotelli, Pogba, Kessie og Martial eru meðal manna sem við sögu koma. Njótið.

Jose Mourinho (58) segist vera skuldbundinn Roma og er ekki tilbúinn að ræða við Everton á þessum tímapunkti. Hann hefur verið orðaður við enska félagið eftir að Rafael Benítez var rekinn. (Sky Sports)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez (34) hefur áhuga á að vinna aftur með Steven Gerrard, fyrrum liðsfélaga með Liverpool, og ganga í raðir Aston Villa. (Gerard Romero)

Newcastle er í viðræðum við Bayer Leverkusen um hollenska vinstri bakvörðinn Mitchel Bakker (21). (Mail)

Newcastle íhugar að kaupa ítalska framherjann Mario Balotelli (31) frá Adana Demirspor en þetta segir forseti tyrkneska félagsins, Murat Sancak. (Inside Futbol)

Paris Saint-Germain er í viðræðum við franska miðjumanninn Paul Pogba (28) hjá Manchester United og Fílabeinsstrendinginn Franck Kessie (25) sem spilar fyrir AC Milan. Þetta er meðal annars gert til að reyna að sannfæra Kylian Mbappe (23) um að vera áfram en hugur hans leitar til Real Madrid. (ESPN)

Pogba hefur sagt Manchester United að hann vilji ganga í raðir Real Madrid þegar samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið. (Star)

Juventus hefur rætt við franska sóknarmanninn Anthony Martial (26) en hefur ekki hafið viðræður við Manchester United. (Goal)

Líkur Arsenal á að fá brasilíska miðjumanninn Arthur Melo (25) frá Juventus hafa aukist. Ítalska félagið er í viðræðum við Lyon um að fá Brasilíumanninn Bruno Guimaraes (24) í hans stað. (Get French Football)

Juventus horfir einnig til svissneska miðjumannsins Denis Zakaria (25) hjá Borussia Mönchengladbach sem kost í að fylla skarð Arthur. (90min)

Arsenal hefur lent á vegg í tilraunum sínum til að fá Dusan Vlahovic (21), framherja Fiorentina. Serbneski landsliðsmaðurinn segist aðeins vilja fara til Juventus. (Mail)

Tottenham er enn að reyna að fá Adama Traore (25) í þessum glugga. Bruno Lage, stjóri Wolves, leggur þó mikla áherslu á að halda Spánverjanum út tímabilið. (Fabrizio Romano)

Tottenham reynir að losa leikmenn á borð við franska miðjumanninn Tanguy Ndombele (25), írska bakvörðinn Matt Doherty (30), enska miðjumanninn Dele Alli (25) og hollenska vængmanninn Steven Bergwijn (24). (Fabrizio Romano)

Brentford gæti fengið samkeppni frá Leicester og Newcastle um danska miðjumanninn Christian Eriksen (29). (Times)

Króatíski sóknarleikmaðurinn Ivan Perisic (32) mun ekki yfirgefa Inter í janúarglugganum. Samningur hans rennur út í sumar og hann hefur verið orðaður við Chelsea. Inter vinnur að því að fá hann til að skrifa undir nýjan samning. (Fabrizio Romano)

Inter fylgist grannt með stöðu mála hjá Paulo Dybala (28), argentínska landsliðsmanninum hja Juventus. Samningur Dybala rennur út í sumar. (Gazzetto dello Sport)

Barcelona og Bayern München eru að vinna baráttuna um Andreas Christensen (25), miðvörð Chelsea. Danski varnarmaðurinn hefur hafnað tilboðum enskra félaga af virðingu við Chelsea. (Fabrizio Romano)

Barcelona vill fá sænska sóknarmanninn Alexander Isak (22) frá Real Sociedad ef félaginu mistekst að fá norska sóknarmanninn Erling Haaland (21). (90min)

Christian Benteke (31) hefur ekki í hyggju að yfirgefa Crystal Palace í janúarglugganum. Þrátt fyrir að Burnley sjái belgíska sóknarmanninn sem kost til að fylla skarð Chris Wood. (Evening Standard)

Liverpool íhugar að gera 5 milljóna punda tilboð í Fabio Carvalho (19) hjá Fulham en samningur hans rennur út í sumar. West Ham, Leeds og Porto hafa einnig áhuga. (Sun)

Arsenal, Tottenham og Leeds hafa áhuga á enska bakverðinum Djed Spence (21) sem er hjá Nottingham Forest á lánssamningi frá Middlesbrough. (Sky Sports)

Ungverski miðvörðurinn Attila Szalai (23) hjá Fenerbahce hefur vakið áhuga West Ham og Newcastle. AC Milan hvill einnig fá leikmanninn en hann er etinn á 16,7 milljónir punda. (Sky Sports)

Spænski varnarmaðurinn Pablo Marí (28) er nálægt því að fara til Udinese á lánssamningi frá Arsenal. (Evening Standard)

Bandaríski bakvörðurinn Sergino Dest (21) er ánægður hjá Barcelona samkvæmt umboðsmanni hans. Chelsea og Bayern München hafa horft til hans. (Mundo Deportivo)

Leeds mun gera endurbætt tilboð í bandaríska miðjumanninn Brenden Aaronson (21) hjá Red Bull Salzburg. Rúmlega 15 milljóna punda tilboði var hafnað. (Mail)

Watford er nálægt því að tryggja sér vængmanninn Samuel Kalu (24) eftir að hafa komist að samkomulagi við Bordaux um 3,5 milljóna punda kaupverð á nígeríska landsliðsmanninum. (Athletic)

Burnley ætlar að gera endurbætt tilboð í írska U19 landsliðsmaninn Harry Vaughan (17) eftir að Oldham hafnaði tilboði í hann síðasta sumar. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner