Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 19. febrúar 2020 11:00
Miðjan
Fór á djammið og endaði í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli Jónasson er gestur vikunnar í Miðjunni en þátturinn er kominn á hlaðvarpsveitur Fótbolta.net. Atli var mjög efnilegur markvörður en hann spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands. Hann spilaði einungis einn leik í efstu deild með KR en marga leiki í neðri deildum.

Atli segir að ýmislegt hafi spilað inn í að hann náði ekki lengra. Hann segist meðal annars hafa verið áhugalaus og þá hafi djammið truflað hann.

„Ég á alveg mína sögu þar og hef tekið á því. Ég hef lært mikið á því. Ég hef farið í meðferð. Ég fór í vor í meðferð og það gekk mjög vel. Ég lærði mikið af því. Ég hef tekið hliðarspor eftir það en ég lærði helling á því. Það var mjög gott," sagði Atli í Miðjuni. „Ég er mikið að reyna að vinna í sjálfum mér, sérstaklega síðustu mánuði."

Í Miðjunni rifjaði Atli meðal annars sögu af því þegar hann fór á djammið í Reykjavík en endaði síðan í Noregi hjá vini sínum Theodóri Elmari Bjarnasyni sem á þeim tíma spilaði með Lyn.

„Við vorum á einhverju smá skralli félagarnir. Ég vil ekki vera að henda Elmari fyrir rútuna. Við erum æskuvinir og við vorum í bandi. Hann spurði hvort að við vildum koma í heimsókn og við fórum nokkrir félagar í morgunflugi til Osló og vorum þar í nokkra daga," sagði Atli.

Atvikið átti sér stað í febrúar og Atli missti af æfingum á undirbúningstímabilinu hjá KR út af þessu óvænta ferðalagi.

..Ég fékk skammir. Logi Ólafs var að þjálfa okkur og Pétur Péturs var aðstoðarþjálfari. Ég kom heim og hringdi í Pétur. Hann spurði hvort ég hefði verið að fokka einhverju upp. Ég tók það á kassann og baðst afsökunar og áfram gakk," sagði Atli.
Miðjan - Atli Jónasson um áföll, agabrot og fleira
Athugasemdir
banner
banner
banner