Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. febrúar 2020 09:22
Magnús Már Einarsson
Skiptar skoðanir á verðmiða Pogba
Powerade
Paul Pogba.
Paul Pogba.
Mynd: Getty Images
Sane gæti farið til Bayern Munchen í sumar.
Sane gæti farið til Bayern Munchen í sumar.
Mynd: Getty Images
Paul Pogba kemur talsvert við sögu í slúðurpakka dagsins.



Paul Pogba (26) reiknar með að fara frá Manchester United í sumar en félagið vill fá meira en 150 milljónir punda fyrir hann. (ESPN)

Real Madrid telur að Pogba eigi að kosta 50 milljónir punda þar sem í sumar á hann einungis ár eftir af samningi. Manchester United getur þó nýtt sér klásúlu til að framlengja samninginn um ár til viðbótar. (Mail)

Mathias, bróðir Pogba, segir að allir viti að leikmaðurinn vilji fara frá United til að spila í Meistaradeildinni og vinna titla. (Sun)

Manchester City vill fá Serge Gnabry (24) frá Bayern Munchen ef Leroy Sane (24) fer í hina áttina. (Sun)

Sane á ár eftir af samningi sínum í sumar en City ætlar að leyfa honum að fara eftir tveggja ára bannið frá Meistaradeildinni. (Star)

Sætið hjá Frank Lampard, stjóra Chelsea, mun hitna ef liðið nær ekki sæti í Meistaradeildinni. (Telegraph)

Lazio hefur boðið Olivier Giroud (33) samning þegar samningur hans hjá Chelsea rennur út í sumar. (Star)

Manchester United er að íhuga að fá Antero Henrique, fyrrum yfirmann íþróttamála hjá PSG, eða Ralf Ragninck, yfirmann íþróttamála hjá RB Leipzig, sem nýjan tæknilegan ráðgjafa. (Independent)

Dayot Upamecano (21), varnarmaður RB Leipzig segist vita af áhuga hjá öðrum félögum en Barcelona og Arsenal eru á meðal félaga sem vilja fá hann. (Goal)

Chelsea er að skoða Jude Bellingham (16) miðjumann Birmingham en Manchester United, Barcelona og Real Madrid hafa einnig áhuga. (Goal)

Martin Braithwaite (28) framherji Leganes er efstur á óskalista Barcelona en félagið hefur fengið leyfi til að fá framherja í sínar raðir. (Sky Sports)

Puma, sem er með búningasamning við Manchester City, vonast til að félagið nái að sleppa við tveggja ára bann frá Meistaradeildinni. (Telegraph)

UEFA gæti rannsakað ennþá frekar tengsli Manchester City við styrktaraðila í Abu Dhabi. (Guardian)

Giorgio Chiellini (35) varnarmaður Juventus er að gera nýjan eins árs samning við félagið. (Goal)

Giannelli Imbula (27) miðjumaður Stoke gæti verið á leið til Lokomotiv Moskvu. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner