Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   sun 19. september 2021 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Risaumferð í Pepsi Max-deildinni
Blikar gætu mögulega unnið deildina í dag
Blikar gætu mögulega unnið deildina í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Næst síðasta umferð Pepsi Max-deildar karla hefst í dag og eru fimm leikir á dagskrá en öll augu eru á leik FH og Breiðabliks sem og leik KR og Víkings R.

ÍA og Fylkir mætast í botnbaráttuslag. Sigurvegarinn úr þessari viðureign fer upp úr fallsæti, að minnsta kosti tímabundið. ÍA er á botninum með 15 stig en Fylkir í næst neðsta sæti með 16 stig.

Leiknir R. mætir Keflavík. Leiknismenn eru með öruggt sæti á næsta tímabili á meðan Keflavík þarf á öllum stigunum að halda en liðið er 9. sæti með 18 stig og í hættu á að falla.

Klukkan 16:15 eru tveir stórleikir. FH fær Breiðablik í heimsókn á meðan Víkingur R. mætir KR á Meistaravöllum. Blikar eru með 44 stig í efsta sæti en Víkingur í öðru með 42 stig. Það er því allt undir.

Valur og KA mætast í lokaleik dagsins. KA er í 4. sæti með 36 stig og er Vali í sætinu fyrir neðan, með jafnmörg stig en slakari markatölu.

Leikur ÍBV og Vestra Í Lengjudeildinni er þá klukkan 14:00. Eyjamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max-deildina á dögunum og aðeins stoltið undir í þessum leik.

Leikir dagsins:

Pepsi Max-deild karla
14:00 ÍA-Fylkir (Norðurálsvöllurinn)
14:00 Leiknir R.-Keflavík (Domusnovavöllurinn)
16:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
18:30 Valur-KA (Origo völlurinn)

Lengjudeild karla
14:00 ÍBV-Vestri (Hásteinsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner