Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
banner
   þri 19. október 2021 17:00
Elvar Geir Magnússon
De Ligt byrjar í Pétursborg
Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, hefur staðfest að Matthijs de Ligt muni byrja leikinn gegn Zenit í Pétursborg í Meistaradeildinni á morgun.

De Ligt gat ekki spilað stórleikinn gegn Roma í ítölsku A-deildinni vegna meiðsla en ferðaðist með til Rússlands og er búinn að jafna sig að fullu.

Juventus hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í Meistaradeildinni án þess að fá á sig mark.

Allegri staðfesti þrjá byrjunarliðsmenn fyrir morgundaginn; Wojchiech Szczesny, Leonardo Bonucci og De Ligt

Juventus er ósigrað í síðustu sjö leikjum og hefur unnið fjóra í röð í ítölsku A-deildinni.
Athugasemdir