Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 20. júní 2021 18:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Óli til Esbjerg (Staðfest) - Kynntur með rosalegu myndbandi
SönderjysKE hefur staðfest að félagið sé búið að selja íslenska miðvörðinn Ísak Óla Ólafsson til Esbjerg í dönsku B-deildinni. Hann gerir þriggja ára samning við félagið.

Hann er kynntur til leiks hjá Esbjerg með rosalegu myndbandi sem má sjá hér að neðan.

Ísak, sem er tvítugur, hefur verið í láni hjá uppeldisfélagi sínu, Keflavík, frá SönderjyskE. Hann er búinn að spila sex leiki í Pepsi Max-deildinni í sumar en þeir verða ekki fleiri í bili.

Hann átti að vera í Keflavík þangað til í ágúst en hann er núna kominn aftur til Danmerkur.

Esbjerg hafnaði í þriðja sæti dönsku B-deildarinnar á síðustu leiktíð. Ólafur Kristjánsson þjálfaði liðið en hann var rekinn undir lok síðustu leiktíðar. Andri Rúnar Bjarnason er á mála hjá félaginu.


Athugasemdir