mán 20. júní 2022 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Framarar spila í fyrsta sinn á nýjum heimavelli
Framarar spila við ÍBV
Framarar spila við ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Blikar mæta KA
Blikar mæta KA
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deild karla í dag en karlalið Fram spilar í fyrsta sinn á nýjum og glæsilegum heimavelli í Úlfarsárdal en andstæðingur þeirra er botnlið ÍBV.

Fram og ÍBV tryggðu sér bæði sæti í deild þeirra bestu fyrir tímabilið en byrjun Framara hefur verið töluvert betri, svona miðað við stigafjöldi, þó tölfræðin hafi sýnt að ÍBV eigi að vera ofar á töflunni.

Karlaliðiði spilar í fyrsta sinn í nýrri aðstöðu félagsins í Úlfarsárdal en það voru konurnar sem spiluðu opnunarleikinn um helgina og unnu þar 3-2.

Breiðablik spilar við KA á Kópavogsvelli. Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar fyrir Val í síðustu umferð á meðan KA gerði 2-2 jafntefli við Fram.

Stjarnan og KR eigast þá við á Samsung-vellinum á sama tíma klukkan 19:15.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur - Úlfarsárdal)
19:15 Breiðablik-KA (Kópavogsvöllur)
19:15 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)

2. deild kvenna
19:15 ÍA-ÍH (Norðurálsvöllurinn)

4. deild karla - B-riðill
20:00 RB-KFK (Nettóhöllin)
20:00 Stokkseyri-Úlfarnir (Stokkseyrarvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner