Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 19:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elías Már: Vildi ekki væla mig í burtu í sumar
Elías ásamt Ahmad.
Elías ásamt Ahmad.
Mynd: Getty Images
Faðmlag í vor.
Faðmlag í vor.
Mynd: Getty Images
Elías í íslensku landsliðstreyjunni árið 2017.
Elías í íslensku landsliðstreyjunni árið 2017.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías í leik með Keflavík árið 2014.
Elías í leik með Keflavík árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Elías hitar upp með Gautaborg sumarið 2018.
Elías hitar upp með Gautaborg sumarið 2018.
Mynd: Getty Images
Elías Már Ómarsson er á mála hjá Excelsior sem leikur í næstefstu deild í Hollandi. Liðið féll í vor eftir umspilsleiki við RKC Waalwijk. Elías kom til Excelsior frá Gautaborg fyrir leiktíðina 2018-19. Elías er 24 ára gamall Keflvíkingur.

Elías Már var í viðtali fyrir seinni leikinn gegn Waalwijk í vor og lítið hefur heyrst frá honum síðan.

Fótbolti.net hafði samband við Elías í dag og fyrsta spurning var út í seinni umspilsleikinn í vor. Excelsior hafði tapað fyrri leiknum, 2-1. Elías Már skoraði mark Excelsior í 1-1 jafntefli í seinni leiknum og niðurstaðan því fall.

„Ég man takmarkað eftir seinni leiknum. Við töpuðum fyrri leiknum á útivelli, förum í seinni leikinn og þurftum að vinna hann til að eiga möguleika á að halda okkur uppi sem gekk ekki."

„Við vorum með marga leikmenn sem voru annað hvort að verða samningslausir eða á láni. Það hefur kannski spilað inn í að þeim var meira sama en öðrum um að falla því þeir yrðu hvort sem er ekki áfram hjá félaginu."


Alls ekki spenntur - Vildi ekki væla í félaginu
Elías var spurður hvort það hefði alltaf verið klárt að hann yrði áfram hjá félaginu og leika með því í næstefstu deild.

„Það var ekkert klárt en ég er samningsbundinn. Það eina sem hefði getað komið í veg fyrir að ég yrði áfram var ef gott tilboð hefði komið í mig, því Excelsior vildi halda mér."

„Ég var alls ekki spenntur að spila í næstefstu deild en ég varð bara að taka það á mig þar sem ég var partur af liðinu sem féll."

„Ég vildi ekki fara að væla í félaginu um að leyfa mér að fara. Núna þarf ég bara að standa mig og þá gætu aðrar dyr opnast."

„Ég vil komast í betri deild því mér finnst ég ekki njóta þess að spila í B-deildinni og ég veit að ég hef gæðin til að spila í sterkari deild."


Áföll á undirbúningstímabilinu - Fengið að spila í sömu stöðu í síðustu leikjum
Elías var ekki fastamaður hjá Excelsior í upphafi tímabilsins og var mikið að koma inn á í seinni hálfleik. Elías var spurður út í tímabilið hjá sér persónulega til þessa.

„Tímabilið hefur verið upp og niður hjá mér. Ég missi af nánast öllu undirbúningstímabilinu þar sem ég er að glíma við smávægileg meiðsli. Þegar ég var að koma til baka úr þeim meiðslum þá þurfti ég að fara í aðgerð út af botnlanganum."

„Það tók mig smá stund að komast í leikform þannig ég spilaði ekki mikið í fyrstu leikjunum. Þegar ég fékk að spila þá var ég mjög mikið að flakka á milli í stöðum, annað hvort sem framherji, kantmaður eða í 'tíunni'. Ég hef því ekki fengið að koma mér fyrir almennilega."

„Núna í síðustu leikjum hef ég spilað eingöngu sem 'tía'. Ég hef ekki gert það oft áður en er alveg að finna mig þar."


Hvernig hefur gengi liðsins verið?

„Við erum í fímmta sæti núna og höfum verið að missa leiki niður í jafntefli sem við eigum að vinna. Við fáum einhvern veginn alltaf mörk á okkur sem þarf að bæta."

„Ef allt væri eðlilegt í fótbolta þá værum við að fara upp en það er ekkert sem er eðlilegt í fótbolta. Það mun verða erfitt að tryggja öruggt sæti í efstu deild en ég er alveg 100% viss um að liðið fer allavega í umspil um að komast upp."


Extra sætt fyrir liðsfélagann að fagna fyrir framan stuðningsmenn Den Bosch
Á sunnudag kom upp afar sorgleg staða í leik Excelsior gegn Den Bosch. Liðsfélagi Elíasar, Ahmad Mendes Moreira, varð fyrir rasisma. Lokaspurningin á Elías var um leikinn gegn Den Bosch.

„Samherji minn var að spila mjög vel í byrjun leiks og komst oftar en ekki framhjá bakverðinum þeirra og stuðningmennirnir voru alltaf að hrópa eitthvað á hann."

„Ljót orð voru sögð sem eiga ekki heima neinstaðar. Honum sárnaði að þetta skuli enn tíðkast í dag. Við löbbuðum af velli og settumst niður inn í klefa og ræddum bara saman um leikinn og 10 mínútum seinna fórum við aftur inn á völl og kláruðum leikinn."

„Það var svo extra sætt að sjá hann skora og fagna fyrir framan stuðningsmenn þeirra. Að lokum voru það mjög heimskuleg orð sem þjálfari þeirra sagði við samherja minn. Hann hefur beðist afsökunar á þeim orðum,"
sagði Elías að lokum.

Sjá einnig: FC Den Bosch biðst afsökunar fyrir skelfileg viðbrögð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner