Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 20. nóvember 2023 16:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kennie Chopart í Fram (Staðfest)
Kennie var fyrirliði KR á síðasta tímabili.
Kennie var fyrirliði KR á síðasta tímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fram heldur áfram að styrkja liðið sitt fyrir komandi átök í Bestu deildinni. Rétt í þessu var greint frá því að Kennie Chopart væri genginn í raðir félagsins.

Danski hægri bakvörðurinn skrifar undir eins árs samning við félagið en hann kemur frá KR. Hann lék undir stjórn Rúnars Kristinssonar hjá KR og fylgir honum í Fram, en Rúnar tók við stjórnartaumunum þar í haust.

„Kennie hefur spilað lengi á Íslandi og við mjög góðan orðstír. Ásamt því að hafa spilað 296 leiki hér á landi að þá er Kennie vel kunnugur því að vinna titla og ná árangri," segir í tilkynningu Fram.

Kennie er 33 ára og var í átta tímabil í Vesturbænum.

Komnir
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Víðir Freyr ívarsson frá HK (var á láni hjá H/H)
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe
Ion Perello
Þórir Guðjónsson
Athugasemdir
banner
banner