Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   sun 21. apríl 2024 19:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Ekki í lagi hvernig við fórum að þessu
Mynd: EPA

Erik ten Hag stjóri Manchester United var ekki ánægður með leik liðsins þegar liðið lagði Coventry eftir vítaspyrnukeppni í undanúrslitum enska bikarsins í kvöld.


Man Utd komst í þriggja marka forystu en tapaði henni endanlega niður þegar Haji Wright skoraði úr vítaspyrnu á lokasekúndum leiksins.

Coventry skoraði mark undir lok framlengingarinnar sem var að lokum dæmt af vegna rangstöðu.

„Það eru blendnar tilfinningar. Það er ekki í lagi hvernig við fórum að þessu. Ef maður metur leikinn þá stjórnuðum við honum í 75 mínútur en leyfðum þeim að komast inn í hann. Ég verð að hrósa andstæðingnum. Þeir trúðu en við leyfðum þeim það," sagði Ten Hag.

Það verður Manchester slagur í úrslitum þar sem United mætir Man City.

„Við verðum að mæta besta liði í heimi en við sýndum það á síðustu leiktíð að ef við framkvæmum planið í 90 minútur eigum við möguleika. Það verður ekki auðvelt en það er möguleiki," sagði Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner