Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 16:11
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Leeds slátraði Stoke og er komið með annan fótinn í úrvalsdeild - Góð úrslit hjá botnliðunum
Leeds gæti fagnað úrvalsdeildarsæti á eftir
Leeds gæti fagnað úrvalsdeildarsæti á eftir
Mynd: EPA
Guðlaugur Victor og félagar gerðu vel en það gerðu hin botnliðin líka
Guðlaugur Victor og félagar gerðu vel en það gerðu hin botnliðin líka
Mynd: Plymouth
Leeds United er komið með annan fótinn í úrvalsdeildina eftir 6-0 slátrun liðsins á Stoke City í ensku B-deildinni í dag. Botnlið deildarinnar unnu leiki sína fyrir utan Cardiff og því æsispennandi fallbarátta framundan í síðustu tveimur umferðunum.

Leedsarar vissu það fyrir leikinn að sigur í dag myndi svo gott sem tryggja liðinu sæti í úrvalsdeildina í ljósi þess að Burnley og Sheffield United mætast í toppbaráttuslag á eftir.

Þetta var því góður dagur til að grípa tækifærið og fór hollenski framherjinn Joel Piroe hamförum með því að skora fernu í fyrri hálfleik.

Piroe skoraði þrennu á fjórtán mínútum áður en spænski vinstri bakvörðurinn Junior Firpo bætti við fjórða. Piroe gerði síðan fjórða mark sitt áður en hálfleikurinn var úti.

Ítalski vængmaðurinn Wilfried Gnonto innsiglaði sigurinn með marki á 59. mínútu og Leeds á toppnum með 94 stig, þremur stigum á undan Burnley og átta á undan Sheffield United. Tapi Sheffield á morgun er Leeds komið í úrvalsdeild.

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði í vörn Plymouth í 3-1 sigri á Coventry City. Plymouth þurfti svo sannarlega á öllum stigunum að halda, en því miður fyrir Plymouth unnu hin botnliðin líka leiki sína, fyrir utan Cardiff, og er staðan á botninum því óbreytt hjá Plymouth.

Plymouth er á botninum með 43 stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Stefán Teitur Þórðarson byrjaði hjá Preston sem tapaði fyrir Hull City, 2-1. Preston er í 18. sæti með 49 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Cardiff City 1 - 1 Oxford United
1-0 Yousef Salech ('56 )
1-1 Cameron Brannagan ('79 )

Hull City 2 - 1 Preston NE
0-1 Lewis Gibson ('34 )
1-1 Joe Gelhardt ('49 , víti)
2-1 Joe Gelhardt ('66 , víti)

Leeds 6 - 0 Stoke City
1-0 Joel Piroe ('6 )
2-0 Joel Piroe ('8 )
3-0 Joel Piroe ('20 )
4-0 Junior Firpo ('26 )
5-0 Joel Piroe ('42 )
6-0 Wilfried Gnonto ('59 )

Luton 3 - 1 Bristol City
1-0 Thelo Aasgaard ('49 )
1-1 George Tanner ('52 )
2-1 Carlton Morris ('59 )
3-1 Isaiah Jones ('72 )

Millwall 3 - 1 Norwich
1-0 Mihailo Ivanovic ('8 )
2-0 Femi Azeez ('39 )
2-1 Shane Duffy ('45 )
3-1 Mihailo Ivanovic ('69 )

Plymouth 3 - 1 Coventry
1-0 Mustapha Bundu ('40 )
2-0 Ryan Hardie ('43 )
2-1 Haji Wright ('45 )
3-1 Mustapha Bundu ('65 )

Portsmouth 1 - 0 Watford
1-0 Colby Bishop ('25 )
Rautt spjald: Kevin Keben, Watford ('57)

QPR 1 - 2 Swansea
0-1 Morgan Fox ('29 , sjálfsmark)
0-2 Harry Darling ('55 )
1-2 Karamoko Dembele ('72 )

Sheffield Wed 2 - 1 Middlesbrough
0-1 Finn Azaz ('11 )
0-1 Tommy Conway ('22 , Misnotað víti)
1-1 Josh Windass ('54 )
2-1 Anthony Musaba ('89 )

Sunderland 0 - 1 Blackburn
0-1 Tyrhys Dolan ('33 )

West Brom 1 - 3 Derby County
0-1 Ebou Adams ('7 )
0-2 Jerry Yates ('30 )
1-2 Adam Armstrong ('70 )
1-3 Nathaniel Mendez-Laing ('87 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 44 27 13 4 89 29 +60 94
2 Burnley 44 26 16 2 61 15 +46 94
3 Sheffield Utd 44 27 7 10 60 35 +25 86
4 Sunderland 44 21 13 10 58 41 +17 76
5 Bristol City 44 17 16 11 57 49 +8 67
6 Coventry 44 19 9 16 62 57 +5 66
7 Middlesbrough 44 18 9 17 64 54 +10 63
8 Millwall 44 17 12 15 45 46 -1 63
9 Blackburn 44 18 8 18 50 46 +4 62
10 West Brom 44 14 18 12 52 44 +8 60
11 Swansea 44 17 9 18 48 52 -4 60
12 Watford 44 16 8 20 51 58 -7 56
13 Sheff Wed 44 15 11 18 58 67 -9 56
14 Norwich 44 13 14 17 67 66 +1 53
15 QPR 44 13 14 17 52 58 -6 53
16 Portsmouth 44 14 10 20 56 69 -13 52
17 Stoke City 44 12 14 18 45 60 -15 50
18 Preston NE 44 10 19 15 45 55 -10 49
19 Oxford United 44 12 13 19 44 62 -18 49
20 Hull City 44 12 12 20 43 52 -9 48
21 Derby County 44 12 10 22 47 56 -9 46
22 Luton 44 12 10 22 41 64 -23 46
23 Cardiff City 44 9 16 19 46 69 -23 43
24 Plymouth 44 10 13 21 48 85 -37 43
Athugasemdir