Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
banner
   þri 21. maí 2024 18:41
Kári Snorrason
Byrjunarlið HK og Vals: Gylfi utan hóps - Bræður munu berjast
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK fær Val í heimsókn í sjöundu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Búið er að tilkynna byrjunarliðin.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Valur

Arnar Grétarson þjálfari Vals verður ekki á hliðarlínunni en hann er að taka út seinni leikinn í leikbanni sem hann hlaut gegn Breiðablik.
Gylfi Þór Sigurðsson er einnig ekki í hópnum en hann er að glíma við bakmeiðsli. Valsarar gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá síðasta deildarleik, inn koma þeir Sigurður Egill, Adam Ægir og Tryggvi Hrafn. Í stað Gylfa Þórs, Patrick Pedersen og Birki Más.
Ólafur Karl Finsen er í hóp en hann kom óvænt til Vals eftir að hafa lagt skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

Ómar Ingi og lærisveinar hans hafa unnið tvo óvænta sigra í röð í deildinni. Síðast gegn KR, Ómar gerir tvær breytingar frá þeim leik.
Inn koma þeir Atli Arnarson og Ísak Aron, í stað Atla Þórs og Þorsteins Arons sem eru báðir utan hóps líklegast vegna meiðsla.
Ísak Aron er bróðir Ómars Inga þjálfara HK og Orra Sigurðar sem byrjar hjá Val á eftir.

Byrjunarliðin má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Byrjunarlið HK:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson
18. Atli Arnarson
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson

Byrjunarlið Valur:
1. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Antonsson
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
24. Adam Ægir Pálsson
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 10 8 1 1 25 - 10 +15 25
2.    Breiðablik 10 7 1 2 24 - 12 +12 22
3.    Valur 10 6 3 1 23 - 12 +11 21
4.    FH 9 4 2 3 16 - 16 0 14
5.    ÍA 9 4 1 4 18 - 13 +5 13
6.    Fram 9 3 4 2 12 - 12 0 13
7.    Stjarnan 10 4 1 5 17 - 18 -1 13
8.    KR 9 3 2 4 18 - 19 -1 11
9.    Vestri 9 3 1 5 11 - 20 -9 10
10.    HK 9 2 1 6 8 - 17 -9 7
11.    KA 9 1 2 6 13 - 23 -10 5
12.    Fylkir 9 1 1 7 12 - 25 -13 4
Athugasemdir
banner
banner