Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. ágúst 2019 13:00
Elvar Geir Magnússon
Juventus vill fleiri morgunleiki fyrir fólk í Asíu
Markaðssetningin í Asíu er mikilvæg að mati Ítalíumeistarana.
Markaðssetningin í Asíu er mikilvæg að mati Ítalíumeistarana.
Mynd: Getty Images
Ítalíumeistarar Juventus hafa kallað eftir því að fleiri leikir í ítölsku A-deildinni verði snemma á daginn, til að auka vinsældir deildarinnar í Asíu.

Juventus skilaði minni tekjum en sex efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og telur sóknarfæri í Kína.

Ítalska A-deildin hefst á laugardag en allir leikir í fyrstu tveimur umferðunum hefjast á miðnætti eða síðar í Peking.

„Við þurfum að finna rétta jafnvægið milli innlendra og erlendra áhorfenda. Þetta snýst ekki bara um útsendingartíma heldur aðgengi að leikjum. Þar er úrvalsdeildin framar okkur," segir Giorgio Ricci, stjórnarmaður Juventus.

Á Ítalíu hefur áherslan verið lögð á að spila stórleikina að kveldi til en æðstu menn Juventus telur að það hamli vinsældum deildarinnar á öðrum stöðum jarðarinnar.

Síðan Juventus keypti Cristiano Ronaldo hafa vinsældir Juventus í heiminum aukist um 16% samkvæmt rannsóknum. Áhugi á samfélagsmiðlum hefur aukist um 59%.
Athugasemdir
banner
banner
banner