Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   lau 22. maí 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir 
Höskuldur lék í hægri bakverði: Tek öllum verkefnum með trompi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, var í öðru hlutverki í liði Breiðabliks í gær þegar liðið vann stórsigur á Stjörnunni.

Höskuldur er vanur því að leika á kantinum eða framarlega á miðjunni en í gær var hann í hægri bakverðinum.

Fyrirliðinn var spurður út í þetta af Andra Gíslasyni hjá Vísi eftir leikinn í gær.

„Maður er nú alltaf á vængnum einhvers staðar. Ég tek öllum verkefnum með trompi. Við erum sóknarlið þannig maður þarf að geta hlaupið til að drulla sér til baka og henta ég vel í það," sagði Höskuldur sem skoraði mark í leiknum.

„Hann leysti þessa stöðu frábærlega í dag og en það er nýr leikur á mánudaginn og það kemur bara í ljós hvort hann henti þar í þessari stöðu. Það er alveg ljóst og við vissum það fyrir leikinn að Höskuldur er frábær leikmaður og reynslumikill. Það var gleðilegt hversu hann spilaði í dag og átti svo sannarlega skilið að skora," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks við Andra á Vísi eftir leik.

Viðtal Fótbolta.net við Óskar má sjá hér að neðan. Næsti leikur Breiðabliks er gegn ÍA á mánudaginn.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Stjarnan

Óskar Hrafn: Mikill heiður fyrir Gísla og félagið
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner